Rafmagnslaust í Árneshreppi í morgun

Rafmagnslaust var í Árneshreppi frá því í nótt og fram á morgun samkvæmt fréttasíðunni www.litlihjalli.it.is. Rafmagn kom á aftur um 08:45 í morgun, en línunni yfir Trékyllisheiði hafði slegið út við Selá í Steingrímsfirði og töldu menn líklegast miðað við hitastig…

Nýjar bækur komnar á Héraðsbókasafnið

Í fréttatilkynningu frá Héraðsbókasafni Strandasýslu er vakin athygli á því að fjöldi nýrra bóka er nú tilbúinn til útláns á safninu og fleiri væntanlegar á næstunni. Safnið sem er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík er opið á fimmtudagskvöldum frá 20:00-21:00…

Fjöldi verkefna á Vestfjörðum á fjárlög

Í dag fer fram önnur umræða um fjárlög 2008 á Alþingi Íslendinga og eins og venja er hefur meirihluti fjárlaganefndar lagt fram fjölda breytingatillagna þar sem meðal annars koma fram skiptingar á ákveðnum fjárlagaliðum milli einstakra verkefna. Búast má við…

Líður að jólahlaðborði í Hrútakaffi

Í dag er síðasti möguleiki til að skrá sig á jólahlaðborð í Hrútakaffi á Borðeyri (gamla kaupfélagshúsinu) sem verður haldið laugardaginn 1. desember. Þar verður fullt af góðgæti á borðum, s.s. tvennslags hangikjöt, annað lambakjöt og svo auðvitað reykt svínakjöt, graflax…

Tímabært að huga að áramótabrennum

Í fréttatilkynningu frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum kemur fram að þeir sem hyggjast hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum skulu sækja um leyfi til þess fyrir 10. desember næstkomandi. Fyrir hverri brennu skal tilgreina…

Kannað með sölu á Broddanesskóla

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var samþykkt samhljóða að kanna möguleika á að selja Broddanesskóla á Broddanesi í Kollafirði. Þessi samþykkt er gerð í framhaldi af því að fyrirspurn barst um kaup eða leigu á skólanum, en í honum er íbúð, skólastofur…

Verðskrá fyrir auglýsingar á strandir.is

Nú er minna en mánuður til jóla og fyrirtæki sem sinna verslun og þjónustu eru væntanlega á fullu að undirbúa markaðssókn sína í tengslum við þessa miklu hátíð sem oftast er kennd við ljós og frið, en einkennist líka af auglýsingum og…

Lokakvöld NORCE strandmenningarverkefnis

Í tilefni af því að þriggja ára fjölþjóða strandmenningar- verkefninu NORCE var að ljúka fyrir skömmu, verður haldið matarkvöld á Blönduósi föstudaginn næstkomandi, 30. nóvember. Húnaflóasvæðið var einn samstarfsaðilanna í NORCE, undir forystu Byggðasafnsins að Reykjum. Eitt af markmiðum verkefnisins var…

Strandavegur ekki boðinn út á árinu

Búið er að breyta tímasetningu á útboði á framkvæmdum við Strandaveg milli Staðarár í Steingrímsfirði og Bjarnarfjarðarháls á vefyfirliti Vegagerðarinnar um fyrirhuguð útboð þannig að ártalið 2008 er komið þar í staðinn fyrir 2007. Þar með virðist ljóst að sú…

Umsóknarfrestur í Húsafriðunarsjóð að renna út

Frestur til að sækja um styrk í Húsafriðunarsjóð er að styttast, en hægt er að sækja um fram til 1. desember ár hvert. Úr Húsafriðunarsjóði eru veittir styrkir til margvíslegra verkefna sem tengjast ráðgjöf og áætlunargerð vegna viðhalds á friðuðum…