Sól og snjór á blíðviðrisdegi

{mosvideo xsrc="november07" align="right"}Það var sannarlega fagur dagur á Ströndum í dag þennan síðasta dag októbermánaðar, meðan snjóruðningstæki ruddu götur Hólmavíkur, eftir frekar þungbúna daga þar á undan. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða hafa haft í nógu að snúast við að sjá til…

„Hagur heimabyggðar“

Vefnum strandir.is hefur borist fréttatilkynning frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar sem er svohljóðandi: "Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur í meir en eitt hundrað ár verið öflugur þátttakandi í verslun, atvinnu og mannlífi á Ströndum, bæði til sjós og lands. Undanfarin ár hefur reksturinn verið erfiður…

Holóttir og hörmulegir malarkaflar

Malarvegir á Djúpvegi sunnan Hólmavíkur hafa verið óvenjulega leiðinlegir í haust, holóttir og hörmulegir. Þetta er í rökréttu samhengi við miklar haustrigningar á þessum slóðum. Mikið rigndi ofan í nýtt efni sem ekið var í veginn milli Þorpa og Heydalsár í Steingrímsfirði um miðjan október…

Árneshreppur fer á bók fyrir jólin

Forlagið Skuggi sendir frá sér fyrir jól bókina Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson. Höfundurinn beinir sjónum sérstaklega að Árneshreppi á Ströndum, þar sem hann mun vera búsettur í vetur. „Þetta er sú sveit sem fóstraði mig á árum…

Nemendur gera hundatal fyrir Árneshrepp

Þessa dagana er nemendurnir í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík að vinna þema um náttúru Árneshrepps út frá ýmsum sjónarhornum. Nemendurnir gerðu m.a. nýverið rannsókn á hundatali í sveitinni sem er hluti af námi samfélagsfræði en þáttur í rannsókninni er að skoða…

Strandamenn á Stíl 2007

Undirbúningur er hafinn fyrir keppnina Stíll 2007, en þar keppa félagsmiðstöðvar sín á milli í hárgeiðslu, förðun og fatahönnun. Samfés stendur fyrir keppninni sem haldin er laugardaginn 17. nóvember, frá klukkan 15:00 til 21:00, í Íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Í hverju…

Rafmagnstruflanir í Hrútafirði og Borðeyri næstu nótt

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða kemur fram að íbúar í Hrútafirði eru varaðir við því að rafmagnstruflanir verða í Hrútafirði og á Borðeyri næstkomandi nótt (aðfaranótt miðvikudagsins) vegna vinnu við spennuvirki í Hrútatungu. Verið er að prófa liða á staðnum…

Veturinn kominn

Veturinn er brostinn á, rétt eina ferðina, öllum að óvörum. Fyrsti vetrardagur var á laugardag og um svipað leyti lét snjórinn sjá sig á sunnanverðum Ströndum. Fjallvegirnir þrír yfir í Reykhólahrepp úr Strandabyggð eru nú auglýstir ófærir, Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði….

Vegagerð um Hrútafjarðarbotn boðin út

Vegagerðin hefur nú óskað eftir tilboðum í nýbyggingu hringvegarins um Hrútafjarðarbotn, en lengi hefur staðið til að bjóða þetta verkefni út. Um er að ræða um 6,9 km kafla af hringveginum frá Brú í Bæjarhreppi að Brandagili í Húnaþingi vestra,…

Kollafjarðarnes auglýst til sölu

Ríkiskaup hefur auglýst eftir tilboðum í jörðina Kollafjarðarnes á Ströndum ásamt 5.3 ærgildum. Í auglýsingu á vef Ríkiskaupa kemur fram að um landmikla jörð er að ræða og að á henni sé einbýlishús byggt úr steinsteypu árið 1925 og einnig hálfbyggt einbýlishús sem…