Bundið slitlag á Drangsnesveg

Í dag gripu starfsmenn Borgarverks tækifærið á milli haustlægða og unnu hörðum höndum við að leggja seinna lagið af bundnu slitlagi á Drangsnesveg (nr. 645) frá veginum yfir Bjarnarfjarðarháls að Kleifum á Selströnd. Verktakafyrirtækið KNH hefur unnið að vegabótum þarna síðastliðið ár…

Starfsemi Björgunarsveitar kennd í Grunnskóla

Nú í dag var fyrsti kennsludagurinn í valáfanganum Útivist – Björgunarsveit sem kenndur er í Grunnskóla Húnaþings vestra og er Björgunarsveitin Húnar samstarfsaðili skólans. Áfanginn er kenndur nú á haustönn og það eru 15 nemendur skráðir. Kennari er Magnús Eðvaldsson sem…

Starfsmaður við Þróunarsetur á Hólmavík

Í frétt á bb.is í morgun kemur fram að samtals hafi verið ráðið í eða auglýstar 19 nýjar stöður á Vestfjörðum samkvæmt tillögum Vestfjarðanefndar frá í vor, en ætlunin sé að 28 ný störf verði til á árinu í tengslum…

Dansleikur á Drangsnesi um helgina

Hljómsveitin Strandamenn leikur á dansleik í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardag, 8. september. Hljómsveitin kom fyrst fram á Bryggjuhátíð 2007 og hefur leikið tvisvar síðan á Malarkaffi á Drangsnesi. Hljómsveitinni hefur heldur betur bæst liðsstyrkur á síðustu vikum. Söngvarinn…

Stebbi og Eyfi með tónleika í Bragganum

Það er nóg um að vera í menningarlífinu á Ströndum. Næstkomandi fimmtudagskvöld verða fjórar landsþekktar söngkonur með stórtónleika í Bragganum á Hólmavík en næstkomandi þriðjudag er komið að karlpeningnum, en þá munu þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson – Stebbi…

Gagnvegur - nýr prentmiðill á Ströndum

Gagnvegur – nýr prentmiðill á Ströndum

Í vikunni hefst útgáfa nýs prentmiðils á Ströndum og hefur hann fengið heitið Gagnvegur. “Nafnið er sótt í hina fornu og rammíslensku speki hávamál,” segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík, sem gefur út hið nýja blað. Að sögn Kristínar verður…

Veðrið í Árneshreppi í ágúst

Borist hefur yfirlit frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík um veðrið í ágúst. Mánuðurinn var hægviðrasamur, þokusúld fyrstu dagana og síðan í seinni hluta mánaðar gekk í rigningar eða súld. Berjaspretta virðist allgóð. Úrkoman mældist 72,3 mm í ágúst, og er það nálægt…