Ókeypis námskeið í upplestri og framsögn

Af tilefni af viku símenntunar mun starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, í samvinnu við stéttarfélög og fleiri aðila, heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína í næstu viku. Verður hópurinn á Ströndum fimmtudaginn 27. september og um kvöldið verður Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir…

Réttað í Skarðsrétt í dag

Réttað verður í Skarðsrétt í Bjarnarfirði í dag og er áætlað að fé fari að nálgast réttina upp úr hádegi. Jafnan er mannmargt í réttinni og mikið fjör. Um kvöldið er svo árlegt réttarball á Laugarhóli þar sem Bandið spilar fyrir…

Lokaumferðin í torfærunni um helgina

Um helgina er lokaumferðin í Íslands- og Heimsbikarmótinu í torfæru á Hellu. Keppt verður bæði á laugardag og sunnudag og hefjast keppnirnar kl 12:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudag. Þar etja Íslendingar kappi við keppendur frá Noreg og Svíþjóð…

Kranabíll sleit niður raflínu

Nú hefur komið í ljós að straumleysi í Tungusveit, Kollafirði og Bitru í gærkvöldi, var vegna þess að kranabíll keyrði á raflínuna við Heydalsá í Tungusveit og sleit niður báða víra línunnar. Ekki varð slys á fólki. Viðgerð hófst strax…

Vika símenntunar 24.-30. sept.

Vika símenntunar hefur verið haldin árlega undanfarin ár. Að þessi sinni verður það vikan 24.-30. september sem tileinkuð verður símenntun. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Starfsmenntaráð styrkir ennfremur verkefnið sem snýst um að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og hvetja…

Tónleikar með Herði Torfa í kvöld

Stórtónleikar verða á Café Riis á Hólmavík í kvöld þegar söngvaskáldið Hörður Torfa heldur þar tónleika. Í tilefni dagsins er pizzuhlaðborð á Café Riis frá 18:00-20:00 og barinn verður opinn á eftir. Hörður hefur oft heimsótt Hólmvíkinga, bæði með tónleikahald…

Rafmagnsleysi sunnan Hólmavíkur

Rafmagnslaust var í gær í sveitunum sunnan Hólmavíkur í um tvo tíma í gærkvöld frá því laust fyrir sjö fram undir níu. Þá kom rafmagn aftur á Tungusveit að minnsta kosti, en hugsanlega hefur verið rafmagnslaust lengur í Kollafirði og…

Vegaframkvæmdir við Bjarnarnes

Vegna ræsagerðar verður Drangsnesvegur (vegur nr. 645) lokaður við Bjarnarnes frá þriðjudeginum 18. september til og með föstudagsins 21. september. Vegfarendum er bent á að fara Strandaveg (vegur nr. 643) um Bjarnarfjarðarháls og Selströnd ef þeir ætla á milli Bjarnarfjarðar…

Brú yfir Bjarnarfjarðará í biðstöðu

Brú yfir Bjarnarfjarðará í biðstöðu

Fram kom í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær að bygging á nýrri brú yfir Bjarnarfjarðará hefur tafist þar sem Vegagerðin hefur ekki tekið ákvörðun um brúarstæði. Jón Hörður Elíasson rekstarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík segir málið í biðstöðu. Gamla brúin hafi verið…

Ný Hvalsárrétt tekin í notkun

Réttað var í nýrri Hvalsárrétt síðastliðinn laugardag. Leitarmenn komu af fjalli um hálf þrjúleytið, en vel gekk að smala fé til byggða, hjálpaði þar svöl norðanáttin. Fé af fjalli var með fleira móti í þetta sinn og er talið að…