Vetrartími á ýmsum stöðum

Opnunartímar breytast á nokkrum þjónustustöðum á Ströndum nú um mánaðarmótin ágúst og september. Þannig hefur Handverksbúð Strandakúnstar og Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík nú verið lokað þetta sumarið, þótt áfram verði svarað í síma og erindum sem berast í tölvupósti eins og venjan er…

Vetrartími og lokun

Nú um mánaðarmótin hefur verið skipt yfir í vetraropnunartíma í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík og verður opið í sund á morgun laugardaginn 1. september frá 14-19. Eftir það verður hins vegar lokað nokkra daga vegna viðhalds og endurbóta á Íþróttamiðstöðinni. Annars vegar á að rífa…

Borgfirðingar unnu Ull í fat

Á sama tíma og hrútaþuklið fór fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudaginn, var haldin þar landskeppni í spuna undir heitinu Ull í fat. Keppnin fór þannig fram að fjögur lömb voru rúin á staðnum og spunnið var úr ullinni ókemdri. Fimm…

Kristján á Melum sigraði aftur í hrútadómunum

Keppt var í hrútadómum og hrútaþukli á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudaginn og var mikið um dýrðir. Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni í flokki þeirra vönu, annað árið í röð. Varðveitir…

Vel heppnað Strandamannamót og þuklaraball

Um helgina hélt Sauðfjársetur á Ströndum skemmtun í félagsheimilinu á Hólmavík undir yfirskriftinni Strandamannamót og þuklaraball. Hér er um að ræða bændahátíð Sauðfjársetursins í nýjum búningi og er skemmtunin hugsuð sem uppskeruhátíð Strandamanna og góðvina þeirra í sumarlok. Að sögn Arnars…

Ný fjárrétt að rísa í Hrútafirði

Nú nálgast göngur og réttir óðfluga og leitarseðlarnir líta dagsins ljós einn af öðrum. Vefurinn strandir.is hyggst næstu daga birta þá seðla og aðrar upplýsingar og fréttir sem berast um göngur og réttir, auk þess að setja réttardagana á atburðadagatalið…

Reykhóladagurinn á laugardaginn

Nú er komið að því að Reykhóladagurinn verði haldinn hátíðlegur en hann er laugardaginn 1. september. Þar gera íbúar Reykhólahrepps sér glaðan dag og skemmta sér saman og góðkunningjum, nágrönnum og vinum er boðið að taka þátt í skemmtuninni. Eins og…

Rjúpurnar hertaka Hólmavík

Síðustu daga hefur töluvert af rjúpu verið á vappi um Hólmavík og sett svip á bæinn. Leikur grunur á að þær hyggist setjast að í þorpinu, að minnsta kosti þangað til veiðitímabilinu líkur ef það verður þá nokkuð um rjúpnaveiði…

Dufl rak á land í Árneshreppi

Í fyrradag fannst dufl sem rekið hafði á fjöru í Akurvík í landi Reykjanes í Árneshreppi, rétt norðan við Gjögurflugvöll. Ekki var vitað hverslags dufl var þarna á ferðinni, en á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að líklega hafi verið um…

Stórtónleikar á Hólmavík

Framundan eru stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík fimmtudagskvöldið 6. september, sem enginn má missa af. Þar munu söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafs syngja við undirleik Kjartans Valdimarssonar. Hefjast tónleikarnir kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2.000.-…