Yfirlit yfir veðrið í maí

Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður í Árneshreppi hefur tekið saman yfirlit yfir veðrið í maí 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Maí var mjög kaldur í heildina og gróður var rétt að taka við sér í Árnshreppi í mánaðarlok. Úrkoman mældist 47…

Dorgveiðikeppni á Hólmavík

Nú í morgun var haldin dorgveiðikeppni á bryggjunni á Hólmavík og voru þar margir þátttakendur í góða veðrinu, 13 stiga hiti er á Hólmavík og sólin glottir bak við ský. Kjörið veður til skútusiglinga. Ekki var annað að sjá en aflabrögð væru…

Gleðilegan sjómannadag!

Sjómannadagurinn er í dag og í tilefni af því eru heilmikil hátíðahöld á Drangsnesi sem hefjast kl. 13:00 með skemmtilsiglingu frá bryggjunni og síðan er helgistund, leikir og grillveisla á dagskrá. Einnig er kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu í Sævangi í dag…

Listsýning á Hamingjudögum

Nú er undirbúningur fyrir Hamingjudaga á Hólmavík kominn á fulla ferð og þar með talinn undirbúningur fyrir Listsýningu sem hefur verið hluti af hátíðinni frá upphafi. Þær Hildur Guðjónsdóttir og Ingibjörg Emilsdóttir hafa tekið að sér að sjá um undirbúning og…

Sumaropnun hjá Sundlauginni á Hólmavík

Sumaropnun hjá Sundlauginni á Hólmavík

  Nú er komið sumar á Hólmavík og sumaropnunartími meðal annars genginn í gildi í sundlauginni, Upplýsingamiðstöðinni, Galdrasýningunni og verslun KSH sem verður opin á laugardögum frá 13-16 í sumar. Í sundlauginni á Hólmavík verður opið í dag frá 10-18 og…

Skólaslit á Hólmavík

Tónskólanum og Grunnskólanum á Hólmavík var slitið í dag við hátíðlega athöfn í Hólmavíkurkirkju og 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum á sama tíma. Hafþór Þórhallsson sem hefur kennt við skólann í 12 vetur lætur af störfum við skólann í vor…

Sauðfjársetur og ungatetur

Í morgun opnaði Sauðfjársetur á Ströndum sýningu sína, kaffistofu og handverksverslun í félagsheimilinu Sævangi. Þetta er fimmta starfsár setursins og að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra eru menn bjartsýnir á að sumarið verði gjöfult, bæði hvað varðar gestakomur og veðursæld….

Sjómannadagurinn á Hólmavík

Það er Björgunarsveitin Dagrenning sem hefur veg og vanda af dagskránni á sjómannadeginum á Hólmavík að þessu sinni. Dagskráin hefst á laugardag 2. júní með leikjum á hafnarsvæðinu kl.13.00. Keppt verður í koddaslag og brettahlaupi ásamt ýmsu öðru. Sama dag…

Íbúar Kaldrananeshrepps fá veiðileyfi í Bjarnarfjarðará

Á síðasta fundi sveitastjórnar Kaldrananeshrepps var ákveðið að skipta þeim 84 veiðistöngum eða veiðileyfum sem hreppurinn hefur til umráða í Bjarnafjarðará á milli hreppsbúa. Verður dregið um hver fær hvaða dag og síðan geta menn skipt dögum eða selt sína daga hæstbjóðanda ef…

Sjómannadagurinn á Drangsnesi

Sjómannadagurinn næstkomandi sunnudag verður haldinn hátíðlegur á Drangsnesi líkt og undanfarin ár. Mun dagskráin hefjast kl. 13:00 með skemmtisiglingu frá bryggjunni. Klukkan 16:00 mun séra Sigríður Óladóttir vera með helgistund við minnismerkið og að henni lokinni mun fólk safnast saman…