Sýning um skólahald í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu

Laugardaginn 30. júní kl. 16:00 verður opnuð á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ, Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp, sýning um skólahald í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Sýningin er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fræðslulaga, en árið 1907 voru sett á…

Eru slyngir sláttumenn á lausu?

Nú liggur mikið við hjá starfsmönnum sveitarfélagsins Strandabyggðar við að fegra Hólmavík fyrir Hamingjudagana, en grasspretta er með slíkum fádæmum þennan júnímánuð um allan hinn vestræna heim að varla hefst undan. Skrifstofa Strandabyggðar hafði samband við ritstjórn strandir.is og óskaði eftir…

Fjölmiðlamenn heimsækja Hólmavík

Fjölmiðlamenn frá Morgunblaðinu og RÚV hafa boðað komu sína til Hólmavíkur á miðvikudaginn kemur, en ætlun þeirra er að fjalla um Hólmavík – hamingjusamasta þorpið á landinu. Tekin verða viðtöl við ýmsa Strandamenn og fólk sem á vegi þeirra verða. Ein ástæðan fyrir heimsókninni er…

Út og suður í Árneshreppi

Sjónvarpsþættirnir Út og suður hjá Ríkissjónvarpinu njóta mikilla vinsælda og um daginn var þáttur með Matthíasi hótelstjóra á Laugarhól. Gísli Einarsson heldur sig áfram á Ströndunum og í sjónvarpinu í kvöld verður sýnt frá heimsókn hans í Árneshrepp. Þetta er líklega…

Kaldrananeshreppur með heimasíðu

Nú hefur verið settur upp og opnaður nýr vefur Kaldrananeshrepps á vefslóðinni www.drangsnes.is. Þar má meðal annars fræðast um sveitarfélagið og starfsemi þess, þorpið Drangsnes, Grunnskólann á Drangsnesi, Bryggjuhátíðina góðu og ferðaþjónustu í hreppnum. Tilgangur vefjarins er að veita upplýsingum og…

Skemmtilegasti dagur ársins er í dag

Samkvæmt rannsóknum færustu sálfræðinga er dagurinn í dag, 23. júní, besti og skemmtilegasti dagur ársins 2007. Veðrið er að jafnaði frekar gott þennan dag, sólin hátt á lofti og dagurinn langur, hásumarið og sumarfríið framundan eða nýbyrjað, þannig að flestir eru…

Sundlaugin á Ísafirði, hún er alltof grunn

Nú er diskurinn með Hamingjulaginu 2007, Hólmavík er best, kominn í sölu. Lagið vann lagasamkeppni sem var haldin á Hólmavík þann 19. maí og hefur síðan verið útsett með írsk-keltnesku ívafi og slatta af kímni. Kímnin felst þó sérstaklega í textanum…

Margar hendur vinna létt verk

Nú styttist óðum í Hamingjudaga á Hólmavík og þar með talið listasýninguna sem verður í gamla kaupfélagshúsinu á fyrstu hæð, en þar verður fjölbreytt og þétt sýning í einu rými í bland við lifandi tónlist og kaffihúsastemningu. Í fréttatilkynningu frá…

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir hugmyndum

Vaxtarsamningur Vestfjarða hefur auglýst eftir verkefnahugmyndum og er umsóknarfrestur til 27. ágúst 2007. Skilyrði fyrir fjárstuðningi úr Vaxtarsamningi Vestfjarða er að viðkomandi verkefni tengist uppbyggingu klasa, svo sem stuðningi við stofnun tengslanets, fræðslu og þjálfun, rannsókna- og greiningarvinnu, ráðgjöf eða sameiginleg þróunar-…

Ball á Riis og kaffihlaðborð í Djúpavík

Um helgina er ýmislegt um að vera á Ströndum, eins og aðrar helgar yfir sumarið. Á Café Riis verður dansleikur á laugardagskvöldinu með Heiðu Ólafs og hljómsveit. Aðgangseyrir er 1.500.- krónur. Á sunnudeginum er síðan fyrsta kaffihlaðborð sumarsins á Hótel…