Mikil aðsókn á Hamingjudaga

Fjöldi manns hefur lagt leið sína til Hólmavíkur í dag og aðsóknin að viðburðum á Hamingjudögum er með besta móti. Á morgun er morgunmatur á Café Riis frá 9:00 og dagskráin hefst kl. 9:30 en þá er gönguferð um Hólmavík…

Listasýningar opna í dag kl. 18:00

Einn allra stærsti viðburður Hamingjudaga í ár eru listasýningar sem eru staðsettar í gamla kaupfélagshúsinu við Höfðagötu. Hópur fólks hefur unnið við að koma húsnæðinu í viðunandi horf og má segja að nú gefi það glæsilegustu galleríum lítið eftir. Fréttaritari strandir.is…

Myndir úr kassabílasmiðju

Nú er undirbúningur fyrir Hamingjudaga á Hólmavík á lokastigi, enda hefjast þeir formlega síðar í dag, föstudag, með ratleik við Íþróttamiðstöðina. Meðal þess sem hefur verið í gangi við undirbúninginn er heilmikil kassabílasmiðja sem Hafþór Þórhallsson kassabílasmíðasérfræðingur sér um. Fréttaritari…

Upplýsingamiðstöðin opin fram á kvöld

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík verður opin fram á kvöld vegna Hamingjudaga, enda er mikil umferð til Hólmavíkur og fjöldi menningarviðburða á dagskránni. Auk þess að sjá um tjaldsvæðið er ýmis söluvarningur á boðstólum í miðstöðinni, t.d. hinir sívinsælu hamingjubolir en nú…

Skúli Gautason leikur Charlie Brown

Allra síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á ævintýraverkinu Þið munið hann Jörund sem er vel þekkt fyrir leikgleði og söng verður í kvöld í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Sýningin er hluti af dagskrá Hamingjudaga. Sigurður Atlason sem fór með…

Hamingjudagar hefjast í dag

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík hefst í dag og er þegar orðin heilmikil umferð í bænum og töluvert af fólki á tjaldsvæðinu á Hólmavík. Skreytingar eru víðast hvar komnar upp og eru hinar skemmtilegustu. Kassabílasmiðir hafa verið að störfum undanfarna daga…

Galdramenn á Ströndum í Noregi

Tveir fulltrúar Strandagaldurs eru nú í Norður-Noregi til að vera vera viðstaddir Heksekonferansen í Vardö. Það er heilmikil ráðstefna um galdrafárið á öldum áður. Ráðstefnan stendur yfir frá fimmtudegi fram á laugardagskvöld. Þar munu tala margir helstu sérfræðingar um galdra og…

Dorothee Lubecki hættir hjá AtVest í haust

Dorothee Lubecki (Dóra) hefur ákveðið að segja starfi sínu hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða lausu eftir 10 ára starf. Meginverkefni hennar hafa tengst ferðamálum og uppbyggingu ferðaþjónustu, nú síðast starfar hún sem klasastjóri í ferðaþjónustu og menningarklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða. Dóru þekkja allir…

Minja- og handverkshúsið Kört 10 ára

Minja- og handverkshúsið Kört 10 ára

Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík í Árneshreppi er 10 ára um þessar mundir, en í vetur og vor hefur verið unnið að stækkun hússins um ríflega helming. Í tilefni af afmælinu verður Kört opnað eftir stækkun og breytingar næstkomandi laugardag, þann 30. júní,…

Polla og pæjumótið 2007 er í dag

Polla og pæjumóti Héraðssambands Strandamanna í fótbolta yngri flokka verður haldið í dag, miðvikudaginn 27. júní kl. 18:00, á Skeljavíkurvelli við Hólmavík. Mæting er klukkan 17:30 á Skeljavíkurvelli og eru allir krakkar á aldrinum 6-14 ára velkomnir. Einnig er framundan…