Þjóðhátíðarsjóður styrkir útgáfu þriggja galdrabóka

Strandagaldur hlaut 500 þús. króna styrk frá Þjóðhátíðarsjóði til útgáfu á þremur galdrabókum. Úthlutunarathöfn fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Magnús Rafnsson var viðstaddur athöfnina fyrir hönd Strandagaldurs og veitti framlaginu móttöku en hann lauk viðamikilli rannsókn á galdrabókum á…

Vorskóli á Hólmavík

Í Grunnskólanum á Hólmavík er venja að halda svokallaðan vorskóla, en þá mæta tilvonandi nemendur í 1. bekk næsta vetur eina viku í skólann að vorlagi, til að hita sig upp fyrir 10 ára grunnskólanám. Þegar ljósmyndari strandir.is var á…

Hasspípa á víðavangi

Fyrir nokkrum dögum var Guðný Þorsteinsdóttir á Borðeyri á rölti eftir þjóðvegi 61 skammt frá Borðeyri. Rak  hún þá augun í óvenjulegan hlut í vegkantinum. Við fyrstu sýn virtist vera um venjulega gosflösku að ræða, en þegar betur var að gáð…

Óskað eftir upplýsingum um opnunartíma

Þrátt fyrir að nú sé haustlegt um að litast er Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík nú í óðaönn að undirbúa sumarstarfið og viða að sér upplýsingum til að miðla til ferðafólks og heimamanna. Því er óskað eftir að þjónustuaðilar sem hafa áhuga á að…

Góður sigur Vinstri-Grænna í Norðvesturkjördæmi

Góður sigur Vinstri-Grænna í Norðvesturkjördæmi

Aðsend grein: Jón Bjarnason. Því verður vart á móti mælt að Vinstrihreyfingin grænt framboð vann stórsigur í nýafstöðnum alþingiskosningum um allt land. Þannig var það einnig í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn jók fylgi sitt í kjördæminu um nærri 60% frá síðustu alþingiskosningum,…

Illa farið með fólk

Illa farið með fólk

Aðsend grein: Kristinn H. Gunnarsson. Kvótakerfið fer illa með fólk. Um það eru mörg dæmi síðustu 17 árin nánast um land allt. Fólkið býr við stöðugan ótta um atvinnu sína og  afkomu, og missir svo vinnuna fyrirvaralaust án þess að…

Fornleifarannsókn í Hveravík fær veglegan styrk

{mosvideo xsrc="ragnar-vidtal" align="right"}Símaviðtal við Ragnar Edvardsson fornleifafræðingAðstandendum fornleifarannsóknarinnar á hvalstöðinni í Hveravík við Steingrímsfjörð bárust gleðileg tíðindi í dag þegar það kom í ljós að Fornleifasjóður hefði ákveðið að leggja til þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins á þessu ári….

Fréttapistlar af Ströndum í Svæðisútvarpi

Kristín S. Einarsdóttir kennari á Hólmavík hefur tekið að sér að flytja öðru hvoru pistla í Svæðisútvarp Vestfjarða, en það er á dagskrá virka daga frá 17:30-18:00. Hefur hún núna tvisvar sinnum lesið Vestfirðingum pistilinn í jákvæðri merkingu þeirra orða. "Þegar…

Einar K. verður áfram ráðherra

Aðeins einn ráðherra er úr Norðvesturkjördæmi í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem kynnt var í gær, en þeir voru þrír síðasta kjörtímabil. Það er Einar K. Guðfinnsson sem verður áfram sjávarútvegsráðherra og tekur jafnframt við embætti landbúnaðarráðherra. Sturla Böðvarsson…

Byggðakvóta úthlutað til sveitarfélaga

Tilkynnt var í dag um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga þar sem íbúar eru færri en 1500. Alls er 4.385 þorskígildistonnum skipt milli sjávarbyggða, sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í afla, aflaheimildum og afla til vinnslu á botnfiski. Af sveitarfélögum…