Byggðakvóti í hlutfalli við landaðan afla

Á vef Sjávarútvegsráðuneytis kemur fram að eitt sveitarfélag hefur gert tillögur um sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta til viðbótar við hin almennu skilyrði og reglur ráðuneytisins (reglugerð 439/2007). Þetta sveitarfélag er Kaldrananeshreppur og viðbótarskilyrðið er að byggðakvóta sé úthlutað til þeirra…

Bjóða á út skólaakstur í Djúpinu

Fjallað var um tilhögun skólaaksturs í Grunnskólann á Hólmavík næsta skólaár á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar og þar voru einnig teknir fyrir minnispunktar frá Einari Indriðasyni um ástand skólabifreiða í eigu sveitarfélagsins. Fjallað var um hvort endurnýja þyrfti bílakostinn, hvort skólaakstur…

Vitabrekku verður lokað til reynslu

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar var tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum Skólabrautar og Vitabrautar um að loka svokallaðri Vitabrekku fyrir umferð vélknúinna ökutækja a.m.k. til reynslu í sumar. Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd hafði hafnað tillögunni þar sem hún taldi að þessi aðgerð myndi ekki…

Fær gamli vatnstankurinn nýtt hlutverk?

Strandabyggð hefur borist erindi frá Elísabetu Pálsdóttur og Sævari Benediktssyni á Hólmavík þar sem þau óska eftir að kaupa gamla vatnstankinn fyrir ofan kirkjuna á Hólmavík. Þar hyggjast þau byggja upp aðstöðu fyrir viðburði tengda menningu og listum. Á síðasta…

Tímabært að dusta rykið af línuskautum og hjólabrettum

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekinn fyrir undirskriftarlisti með áskorun frá íbúum Strandabyggðar um að skoða vandlega hvort hægt sé að setja upp aðstöðu fyrir hjólabretti og línuskauta. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða að verða við erindinu og var sveitarstjóra falið…

Strandabyggð styrkir Kvennakórinn Norðurljós

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekin fyrir beiðni um styrk frá Kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík, þar sem farið er fram á styrk vegna starfsemi kórsins á árinu, en hann hefur verið óvenjulega öflugur þetta árið og framundan er ferðalag…

Háskóli unga fólksins á Ísafirði

Dagana 11.-15. júní 2007 býður Háskólasetur Vestfjarða upp á háskólanám fyrir ungt fólk. Unglingum fæddum á árunum 1991-1995 býðst þá að sækja fjölda stuttra námskeiða þar sem kennarar á háskólastigi fjalla um heima og geima. Skipt verður í aldurshópa og getur…

Stórtónleikar í Hólmavíkurkirkju

Kór Átthagafélags Strandamanna og Rökkurkórinn úr Skagafirði halda sameiginlega tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. júní kl. 20:00. Efnisskrá kóranna er við allra hæfi, létt og skemmtileg. Stjórnandi Kórs Átthagafélagsins er Krisztina Szklenár og píanóleikari Judith Þorbergsson. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn…

Vordagur í gær, ball í kvöld

Grunnskólanum á Hólmavík er að ljúka þetta vorið og kominn sumarhugur í nemendur og kennara. Í gær var vordagur í skólanum og mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum – kraftakeppni, hestar, andlitsmálun, spámaðurinn Kornelíus las í framtíðina…

Matjurtir á Lækjarbrekku

Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að auka grænmetisneyslu barna. Bankinn gefur því öllum leikskólum landsins sem vilja efni, áhöld, fræ og könnur til að útbúa lítinn matjurtagarð. Fimmtudaginn 24. maí komu þær María Mjöll Guðmundsdóttir…