Sjálfstæðisflokkurinn með 3 menn

Samkvæmt nýrri og viðamikilli könnun Capacent Gallup í Norðvesturkjördæmi er staðan nú þannig, mánuði fyrir kosningar, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi en Vinstri grænir hafa bætt mestu við frá síðustu kosningum. Átta þingmenn eru kjördæmakjörnir og fengi Sjálfstæðisflokkur þrjá þeirra ef…

Skemmtilegar gamlar myndir úr Sævangi

Skemmtilegar gamlar myndir úr Sævangi

Sauðfjársetur á Ströndum stefnir að því í sumar að opna litla ljósmyndasýningu í tilefni af 50 ára afmæli félagsheimilisins Sævangs í Tungusveit. Söfnun er þegar hafin, en að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins hefur dálítið magn af myndum borist…

Bið eftir tillögum Vestfjarðanefndar

Svæðisútvarp Vestfjarða sagði frá því í gær að skýrslu Vestfjarðanefndarinnar sem skipuð var 15. mars og koma á með tillögur um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum, verði ekki skilað til forsætisráðherra í dag eins og eins og gert var ráð fyrir þegar…

Skíðuðu af Steingrímsfjarðarheiði að rótum Drangajökuls

Á annan í páskum lögðu þrír skíðagarpar úr Skíðafélagi Strandamanna í ferð sem þá hefur dreymt um í langan tíma, að ganga á skíðum af Steingrímsfjarðarheiði og upp á Hrollleifsborg á Drangajökli. Þeir Rósmundur Númason, Ragnar Bragason og Birkir Þór Stefánsson…

Heildsölusýning á handverki og listiðnaði

Vaxtarsamningur Vestfjarðaætlar að halda heildsölusýningu á vestfirsku handverki og listiðnaði í byrjun maí 2007 í samstarfi við Handverk og hönnun. Þetta er í fyrsta sinn, að sýning af þessu tagi verður haldin á Vestfjörðum, en stefnt er að því að…

Mikil umferð á Ströndum

Mikil umferð hefur verið á Ströndum um páskahelgina og gengið stórslysalaust. Þó valt fólksbíll margar veltur í Lágadal á Steingrímsfjarðarheiði á föstudag og var gjörónýtur á eftir. Ekki var hálka á heiðinni þá. Einnig var bílvelta við Litla-Fjarðarhorn sama dag og…

Páskalömbin ljúfu

Á sama tíma og fréttir berast úr Árneshreppi og handan úr Bitru um að sauðburður sé hafinn mánuði fyrr en venja er til, standa bændur í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi ennþá í smalamennskum. Það kom líka páskalamb á Bassastöðum, samt ekki með…

Fjölmenni á Jörundi í Bolungarvík

Leikfélag Hólmavíkur sýndi Þið munið hann Jörund í Bolungarvík í gær og var mjög fjölmennt og góð stemmning, vel á annað hundrað gestir. Sýningin hefur sömuleiðis verið ágætlega sótt á Hólmavík, sérstaklega voru margir á frumsýningunni, en fjórða sýning er núna…

Sparisjóður Strandamanna styrkir Tónskólann á Hólmavík

Eins og fram hefur komið áður hér á vefnum þá eru þrjár stúlkur frá Hólmavík, Agnes Björg, Anna Lena og Guðbjörg Júlía, að fara til Hole í Noregi, vinabæjar Hólmavíkur, sem fulltrúar Tónskólans á Hólmavík á norræna samspilsdaga og vígslu…

Páskalömb í Steinstúni í Árneshreppi

Þann 30. mars bar ærin Vala tveim hrútlömbum hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda á Steinstúni í Árneshreppi. Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir hugsar vel um lömbin og sýndi ljósmyndara hvað þau væru orðin stór og spræk tæplega fjögra daga gömul. Ærin Vala…