Vortónleikar Norðurljósa 1. maí

Næstu dagar og vikur verða viðburðaríkir hjá Kvennakórnum Norðurljósum á Hólmavík. Þriðjudaginn 1. maí, kl. 14.00 verða haldnir vortónleikar í Hólmavíkurkirkju sem lýkur með hefðbundnu kaffihlaðborði fyrir tónleikagesti. Efnisskráin er að vanda af léttara taginu, íslensk og erlend lög af…

Óskað eftir sjálfboðaliðum í gerð íþróttavallar

Nú er framundan vinna við íþróttavöllinn í Brandskjólunum á Hólmavík og er óskað eftir sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóginn. Mæting er kl. 19:30 miðvikudaginn 2. maí við Íþróttamiðstöðina og síðan marsera allir sem vettlingi geta valdið út á…

Tjaldurinn búinn að verpa

Þriðja daginn í röð er einstök veðurblíða á Ströndum og bæði menn og dýr nýta sér veðráttuna til að njóta lífsins. Tjaldurinn er búinn að verpa í Tungugrafarvogunum innan við Húsavík og einnig hefur frést af gæsarhreiðrum þar. Út við…

Strandamenn í Fossavatnsgöngunni

Tuttugu manns á öllum aldri, frá Skíðafélagi Strandamanna, tóku þátt í Fossavatnsgöngunni sem fram fór á Ísafirði í gær. Strandagangan er elsta almenningsgangan á Íslandi og hefur verið haldin síðan 1935. Gönguleiðin er afar falleg og útsýnið frábært þegar komið…

Skvetta, falla, hossa og hrista

{mosvideo xsrc="strakar-stokkva" align="right"} Í veðurblíðu eins og verið hefur undanfarna daga blómstrar mannlíf sem aldrei fyrr og fólk tekur sér sitthvað fyrir hendur sem er heldur óvenjulegt í apríl mánuði. Víða mátti sjá húseigendur að störfum í görðum hjá sér…

Af litlum neista …

Slökkvilið Strandabyggðar var kvatt út upp úr miðjum degi á laugardag vegna sinuelds. Eldurinn logaði neðan vegar milli bæjanna Litla-Fjarðarhorns og Ljúfustaða í Kollafirði. Greiðlega gekk að slökkva, en þó sviðnuðu um 3ha, mest í Gleraugnaflóanum og Stekkjarflóa utan við Háamel….

Harmonikkutónar á sólardegi

Sumarið hefur heldur betur minnt á sig síðustu daga á Ströndum en hitinn hefur farið allt í 20 stig. Dagurinn í dag er ekkert undanskilinn og ætti að blása bjartsýni og gleði í menn og dýr. Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík er…

Bæklingum og upplýsingum safnað saman

Í fréttatilkynningu frá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík kemur fram að nú er verið að safna saman kynningarbæklingum ferðaþjóna og annarra fyrirtækja á Ströndum fyrir sumarið. Lagerinn af bæklingum ferðaþjóna á Ströndum kláraðist að mestu leyti á ferðasýningunni í Fífunni á…

Styttist í reyklausa skemmtistaði

Þann 1. júní næstkomandi ganga í gildi lög sem banna alfarið reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum og eru bæði krár og dansstaðir þar meðtaldir. Lagabreyting þessa efnis var samþykkt á Alþingi fyrir ári með 42 samhljóða atkvæðum og kemur til framkvæmda…

Stoppleikhúsið á Borðeyri og Hólmavík

Undanfarin ár hefur Stoppleikhópurinn komið í Húnavatns- og Strandasýslur og sýnt leikrit fyrir yngri börn með stuðningi Húnavatnsprófastsdæmis og kirkna innan þess. Núna á mánudaginn 30. apríl verður Stoppleikhópurinn á ferðinni í Strandasýslu og sýnir þá leikritið Eldfærin eftir sögu H.C….