Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á Hólmavík

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 31. mars næstkomandi og hefjast þeir kl. 21.00. Kórinn hefur starfað allt frá árinu 1925 og árið 1985 gaf hann út hljómplötuna Tónar í tómstundum og árið 1997 gaf kórinn út geisladiskinn Norðlenskar nætur….

Íbúaþing í Strandabyggð n.k. fimmtudag

Íbúaþing fyrir íbúa Strandabyggðar verður haldið næstkomandi fimmtudagskvöld, 29. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 19:30. Þar mun íbúum sveitarfélagsins gefast tækifæri til að taka þátt í stefnumótun þeirra málaflokka sem helst á þeim brenna. Þátttakendur geta komið…

Stóra upplestrarkeppnin á Ströndum

Á morgun, miðvikudag, verður stóra upplestrarkeppnin haldin á Ströndum. Keppnin fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hún kl. 17:00. Fjórtán þátttakendur í 7.bekk frá þremur skólum í Strandasýslu taka þátt í keppninni og verður lesið í þremur umferðum. Eftir…

Leikfélagar teknir tali

Leikfélagar teknir tali

Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur stíga á svið í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og frumsýna Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason í leikstjórn Skúla Gautasonar. Leikritið fjallar um ævintýri Jörunds hundadagakonungs og hans kappa. Á Íslandi lenda þeir í…

Skíðafélagsmót á laugardag

Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir félagsmóti í skíðagöngu með frjálsri aðferð á morgun, laugardaginn 24. mars, í Selárdal við Geirmundarstaði og hefst mótið kl. 11:00. Startað verður með hópstarti og verður 12 ára og yngri startað fyrst og 13 ára og…

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

Vegurinn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs var opnaður í dag af Vegagerðinni á Hólmavík. Bóndi úr hreppnum fór á traktor yfir Veiðileysuháls í gærmorgun og ruddi slóð svo bílar kæmust í kjölfarið suður úr, þetta kom fram á…

Spenna í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt fréttum rúv.is af nýjum þjóðarpúlsi Gallup er hið pólitíska landslag í Norðvesturkjördæmi nú þannig að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin, grænt framboð eru með svipað fylgi. Átta þingmenn eru kjördæmakjörnir og fengi Sjálfstæðisflokkur þrjá þeirra ef kosið yrði nú (29,9%),…

Leikið á Íslandsmóti í körfu á Hólmavík

Á morgun laugardag verður fjölliðamót á vegum KKÍ haldið í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík. Keppt verður í 9. flokki kvenna, b riðli, en aldrei áður hefur verið keppt á Hólmavík í Íslandsmóti í körfubolta. Keppnin hefst klukkan 14:00 og krakkar úr Geislanum…

Pizzuhlaðborð á Hólmavík

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík stendur fyrir pizzuhlaðborði á morgun, laugardaginn 24. mars frá kl. 18:00-20:00. Einnig verður hægt að panta pizzu og taka hana með heim á sama tíma. Pizzahlaðborðið er í tilefni af frumsýningu Leikfélags Hólmavíkur á Þið…

Um þjóðlendumál og eignarrétt á landi

Aðsendar greinar: Herdís Á. Sæmundardóttir Þjóðlendumál og eignarréttur á landi hafa mikið verið til umræðu síðustu árin, enda um stórt og mikið hagsmunamál fyrir bændur og jarðeigendur í landinu að ræða. Í aðdraganda málsins á 9. áratugnum var rætt um…