Hvað er að?

Aðsend grein: Guðbrandur Sverrisson Hvað er að – er fólk heimskt? Stundum finnst manni heimska og skilningsleysi keyra úr hófi og þannig var það þegar ég hlustaði á Kastljós Sjónvarpsins í kvöld, 28. febrúar, og þannig hefur það of oft verið áður við…

Neyðarskýlin í Hornstrandafriðlandi og framtíð þeirra

Aðsend grein: Magnús Ólafs HanssonÁ svæðinu norðan Ísafjarðardjúps eru níu neyðarskýli sem hafa verið í umsjá slysavarnafólks við Djúp. Skýli þessu eru í Hrafnsfirði og á Sléttu í Jökulfjörðum, á Sæbóli og Látrum í Aðalvík, í Fljótavík, Hlöðuvík, Hornvík, Barðsvík…

Umtalsverðar hafnarframkvæmdir

Á síðasta fundi Hafnarnefndar Strandabyggðar var kynnt fyrirhuguð stækkun á flotbryggjunni á Hólmavík, en við mun bætast 30 metra flotbryggja norðaustan við núverandi flotbryggju sem sjálf mun einnig færast lítillega til norðausturs. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður rúmar 10 milljónir og…

Vonbrigði með vegabætur í Strandasýslu

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í síðustu viku var tekin fyrir ályktun frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 14. febrúar 2007 vegna samgönguáætlunar 2007-2010 annars vegar og 2007-2018 hins vegar. Í fundargerð kemur fram að sveitarstjórn Strandabyggðar tekur undir ánægju Fjórðungssambandsins yfir fyrirhuguðum…

Orkubú Vestfjarða hækkar taxta

Orkubú Vestfjarða hækkar rafmagnstaxta sína um næstu mánaðamót um 6%, bæði rafmagns- og hitaveitutaxta. Frá þessu sagði í Svæðisútvarpi Vestfjarða. Gjaldskrá fyrir raforkudreifingu hækkar einnig um 8%. Í tilkynningu frá Orkubúinu segir að hækkanir á gjaldskrám séu nauðsynlegar til þess…

Leitarhundar æfðir á Steingrímsfjarðarheiði

Um síðustu helgi fór fram æfing fyrir björgunarsveitarmenn og leitarhunda á Steingrímsfjarðarheiði þar sem æfð var björgun úr snjóflóðum. Á æfinguna mættu 8 leitarhundar og eigendur þeirra. Björgunarsveitin Dagrenning hjálpaði til og hópurinn gisti í Björgunarsveitarhúsinu. Ólafur Tryggvason var á gröfu…

Söfnun heyrúlluplasts til endurvinnslu

Sorpsamlag Strandasýslu vekur athygli á því að það hyggst nú í samvinnu við bændur safna heyrúlluplasti til endurvinnslu í sveitum á Ströndum. Verða farnar 1-2 ferðir á ári til þess eftir þörfum. Í fréttatilkynningu frá Sorpsamlaginu kemur fram að mikilvægt sé að plastið…

Aðalfundur Kvenfélagsins 5. mars

Í fréttatilkynningu frá Kvenfélaginu Glæður á Hólmavík kemur fram að aðalfundur félagsins verður haldinn þann 5. mars næstkomandi, klukkan 19:30, í húsi félagsins á Kópnesbraut 7 á Hólmavík. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Boðið er upp…

Emil í Kattholti á Hvammstanga

Hann Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga og með öll sín skammarstrik í farteskinu. Öll fjölskyldan úr Kattholti fylgir Emil á staðinn og ætlunin er að taka á móti leikhúsgestum næstu vikur. Frumsýning Leikflokksins á Hvammstanga á Emil í Kattholti verður næstkomandi föstudag kl. 20:00 í Félagsheimili Hvammstanga, en…

Ný fjárhús tekin í notkun á Þorpum

Bændurnir í Þorpum í Tungusveit, Björn Halldór Pálsson og Fjóla Líndal Jónsdóttir, hafa ekki setið auðum höndum í vetur. Þar hafa verið reist ný fjárhús til viðbótar við þau sem fyrir voru og um helgina var kindunum hleypt inn í nýja…