Flugeldasala Dagrenningar

Samkvæmt dreifibréfi verður flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík opin sem hér segir: föstudaginn 29. des. frá 10-15 og 20-22, laugardaginn 30. des frá 14-22 og gamlársdag frá 10-15. Salan fer fram í húsi Björgunarsveitarinnar, Rósubúð, að Höfðagötu 9 á Hólmavík og er gengið…

Skemmti- og spunakvöld Leikfélagsins

Leikfélag Hólmavíkur stendur fyrir skemmtikvöldi á föstudagskvöldið, 29. desember kl. 20:30, í félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður gleðin við völd og auk ýmissa skemmtiatriða verður keppt í leikhússporti eða spunaleik. Þetta er þriðja árið í röð sem félagar í Leikfélagi Hólmavíkur reyna með sér í…

Framlög Jöfnunarsjóðs 2006

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur birt lista yfir framlög sín í nokkrum flokkum til sveitarfélaga á árinu 2006. Strandabyggð fær mest af sveitarfélögunum á Ströndum í þessum flokkum eða samtals rúmar 67, milljónir, en sveitarfélagið kemur fram sem Hólmavíkurhreppur og Broddaneshreppur í töflunum…

Gamlársmót í fótbolta

Stórmót í fótbolta, gamlársmótið svokallaða, verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 30. desember. Hefst mótið kl 10:30 og getur skráning liða farið fram hér á spjallinu á strandir.is eða bara á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að vera með klárt lið eða vera liðsmaður, nóg er að mæta…

Messutörn um hátíðirnar

Í dreifibréfi frá Hólmavíkurprestakalli koma fram messutímar í kirkjum í prestakallinu nú um hátíðarnar. Fyrst verður messað í Hólmavíkurkirkju kl. 18:00 í dag, aðfangadag, og kl. 21:00 verður messað í kapellunni á Drangsnesi. Á jóladag verður messað í Kollafjarðarneskirkju kl….

strandir.is óskar öllum lesendum gleðilegra jóla

Rafmagnstruflanir vegna seltu

Rafmagnstruflanir hafa verið nokkrar á Ströndum síðasta sólarhringinn, einkum norður í Árneshreppi og líka vestur í Djúpi og víðar. Ekki er um alvarlegar bilanir að ræða, en línur slá út vegna seltu sem sest á spennistöðvar heima við bæi og einangrara…

Jólaball á annan í jólum

Vefurinn hefur haft spurnir af einu jólaballi, því sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík. Það verður haldið á hefðbundnum tíma á annan í jólum og hefst kl. 14:00. Líklegt má telja að jólaböll verði einnig með hefðbundum hætti á Drangsnesi og…

Sumarhús á Hólmavík

Aðsend grein: Jón JónssonEinu staðirnir sem bjóða upp á gistingu í sumarhúsum (leigja húsin út nótt og nótt) á Ströndum eru Hótel Djúpavík þar sem menn geta gist í húsinu Álfasteini í Djúpavík og Gistiheimilið Borgabraut á Hólmavík sem selur…

Myndir af skemmdum á Hólmavík

Nú klukkan 14:00 er ennþá bálhvasst við Steingrímsfjörð á Ströndum, þó ekki sé um að ræða óveður eins og í nótt og morgun. Það lægði nokkuð fyrir hádegi, en hvessti svo aftur af vestri og blæs hraustlega. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík voru…