Engar fréttir af ADSL-tengingu

Ekkert hefur enn spurst til ADSL-tengingar á Hólmavík, en Síminn lofaði slíkri tengingu nokkrum sinnum á síðasta ári. Síðast þegar staðfestar fréttir fengust frá fyrirtækinu átti slík tenging að koma í nóvember síðastliðnum. Er ekki orðið laust við að Hólmvíkingar…

Harður árekstur í Bitrufirði

Harður árekstur varð í Bitrufirði í dag þar sem jeppabifreiðir rákust saman skammt utan við Óspakseyri. Slys urðu á fólki og voru þrír fluttir suður með sjúkrabílum til rannsókna. Ekkert GSM-samband er í Bitrufirði þar sem slysið varð, en bóndi í nágrenninu…

Nýárstippleikur

Þá er stjórnandi tippleiks strandir.is loksins búinn að jafna sig af jólaátinu og spá helgarinnar komin á vefinn. Það eru nágrannarnir á Hólmavík, Kristján Sigurðsson og Sigurður Marinó Þorvaldsson, sem eigast við um þessa helgi. Seðill helgarinnar samanstendur af enskum bikarleikjum…

strandir.is – til sölu

Fréttavefurinn strandir.is sem hefur flutt fréttir úr Strandasýslu í rúmlega ár er nú til sölu, ef áhugasamir kaupendur sem hyggjast halda rekstri hans áfram finnast. Jón Jónsson ritstjóri strandir.is og eigandi Sögusmiðjunnar sem rekur vefinn segir að það sé samhljóða…

Nú er úti veður vott …

Veðurspáin fyrir Strandir gerir ráð fyrir töluvert  hvassri sunnanátt í kvöld og þegar er farið að hvessa nokkuð nú um hádegisbilið. Hálkublettir eru á vegum. Veðurspáin gerir ráð fyrir sunnan 15-20, en 18-23 um tíma í kvöld og rigningu. Hitinn…

Þorrablót Átthagafélagsins

Árlegt þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardaginn 14. janúar í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Grafarholti. Borðhaldið hefst kl. 20:00 og verður Karl E. Loftsson veislustjóri. Meðal skemmtiatriða verður dagskrá með Ragnari Bjarnasyni og Þorgeiri Ástvaldssyni og Jóhannes Kristjánsson eftirherma treður…

Myndir af jólaballi á Drangsnesi

Nú líður að lokum jólahátíðarinnar að þessu sinni, en vefurinn strandir.is er samt enn í hinu mesta jólaskapi. Því birtum við hér nokkrar myndir af jólaballi Drangsnesinga sem haldið var annan dag jóla í samkomuhúsinu Baldri. Þangað mættu þau börn sem langaði…

Aðalfundur ungra framsóknarmanna

Félag ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu (FUF-DS) hélt aðalfund þann 28. desember 2005 að Laugum í Sælingsdal. Þar var kosin ný stjórn í félaginu. Í henni eru Inga Guðrún Kristjánsdóttir formaður, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varaformaður, Guðmundur Freyr Geirsson, Harpa Hlín Haraldsdóttir og…

Nýtt fasteignamat

Svokölluð yfirfasteignamats-nefnd hefur nú ákveðið hækkanir á skráðu mati fasteigna á öllu landinu. Á Ströndum verða þær breytingar á mati fasteigna að atvinnuhúsnæði og lóðir undir það hækka ekkert, jarðir og húseignir á þeim (íbúðarhús og útihús) hækka um 5% og…

Lögreglu stjórnað frá Ísafirði

Samkvæmt nýjum tillögum Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur verið fallið frá því að lögregluliðinu á Ströndum verði framvegis stjórnað frá Borgarnesi, en þess í stað verður því stjórnað frá Ísafirði. Í skýrslum sem aðgengilegar eru á vef stjórnarráðsins, kemur fram að…