Vinavika framundan

Vinavika verður í Grunnskólanum á Hólmavík vikuna 4.-8. desember, en slík uppákoma hefur verið árleg síðustu ár að beiðni nemenda. Að þessu sinni voru það nemendur 9. bekkjar sem skrifuðu bréf til skólastjórnenda og báðu um vinaviku. Í vinavikunni fær…

Arnkötludal frestað en ný verkefni sett af stað

Aðsend grein: Kristinn H. GunnarssonEinkennileg röðun brýnna vegaframkvæmda birtist í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er lagt til að fresta framkvæmdum við vegabætur á Vestfjörðum og Norðausturhorni landsins, annars vegar nýjum vegi um Arnkötludal og Tröllatunguheiði milli Strandasýslu og Reykhólasveitar og…

KNH með lægsta tilboðið

Tilboð í endurbyggingu 9,2 km Vestfjarðavegar (nr. 60) í Reykhólahreppi voru opnuð í gær. Um er að ræða veginn frá Kúalág vestan Skálaness að Eyrará í Kollafirði í Gufudalssveit, en þar á að leggja 7,5 m breiðan veg með klæðingu. Verktakafyrirtækið…

Jóladagatal Strandagaldurs. Kynning

{mosvideo xsrc="kynning07" align="right"}Fimmti jólasveinninn, sá sem kom í nótt, er skrítin skepna. Hann veit fátt betra en að japla á skófum og viðbrenndum graut og skafa innan pottana, það er hans líf og yndi. Pottaskefill heitir þessi karl, en gegnir…

Söngkeppni Ozon 2006

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fer fram miðvikudagskvöldið 29. nóvember n.k klukkan 20:00. Keppnin er haldin í fjórða skiptið og fer fram á veitingastaðnum Café Riis. Húsið opnar klukkan 19:30 og er aðgangseyrir 300 krónur á mann. Frítt er fyrir alla yngri…

Norðmenn koma færandi hendi

Enn eitt árið koma fulltrúar frá Hole í Noregi færandi hendi með jólatré sem sett verður upp við Grunnskólann á Hólmavík þriðjudaginn 5. desember kl. 18:15. Hole er vinabær Hólmavíkur í Noregi og þeir sem koma með tréð að þessu…

Tónfundur á Hólmavík

Tónskólinn á Hólmavík stóð fyrir svokölluðum tónfundum í síðustu viku, þar sem foreldrum og aðstandendum nemenda við Tónskólann var boðið að koma og hlusta á nemendurnar leika listir sínar á ýmis hljóðfæri og spjalla um tónlistarnámið. Báðir kennarar Tónskólans, Bjarni Ómar…

Bauga og lömbin komin í hús

Ærin Bauga frá Odda í Bjarnarfirði og lömbin hennar er komin í hús. Bauga sást í fyrstu leitum í haust fyrir framan þar sem leit hefst á Hólsfjalli en þær tóku á rás yfir Goðdalsá og sluppu. Bauga var með tveimur lömbum og með henni…

Úrsagnir úr Framsóknarflokknum

Rúv.is greinir frá því að um 100 manns hafi sagt sig úr Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir prófkjör á dögunum, þar sem Kristinn H. Gunnarsson beið lægri hlut fyrir Magnúsi Stefánssyni í baráttunni um efsta sæti listans. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Sigurður Eyþórsson,…

Óveður á Steingrímsfjarðarheiði

Óveður er nú á Steingrímsfjarðarheiði og mbl.is segir frá því að bíll fór þar út af veginum á níunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík sakaði engan en björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út og aðstoðaði hún…