Útboðsbanni aflétt

Í stefnuræðu Geirs Haarde forsætisráðherra í gær kom fram að ríkisstjórnin hefur nú aflétt banni við útboðum sem hafði verið í gildi frá því í júní. Því má eiga von á að brýn samgönguverkefni á Vestfjörðum verði boðin út á…

Íbúar við Steingrímsfjörð eru vakandi yfir hvalakomum

Íbúar við Steingrímsfjörð hafa verið duglegir að tilkynna um hvalakomur á Steingrímsfjörð en Strandagaldur stendur fyrir skráningu á hvölum á firðinum. Tíu tilkynningar bárust í september mánuði þar sem tilkynnt var um tuttugu hvali, hér og þar á firðinum. Það…

Byggð á Ströndum í varnarbaráttu

Í Fréttablaðinu hefur undanfarið birst mikill greinaflokkur um byggðaþróun og í dag voru Vestfirðirnir teknir fyrir. Sveitarfélögin í landinu eru þarna skoðuð út frá sex mælikvörðum sem notaðir hafa verið til að leggja mat á hvort byggð þar sé lífvænleg….

Tónlist fyrir alla á Ströndum

Síðustu daga hafa nokkrir jazz-snillingar verið á ferðinni um Strandir á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og kynnt jazz fyrir börnum í grunnskólum á svæðinu. Þetta voru þeir Gunnlaugur Briem, Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Tómas R. Einarsson og eru þeir…

Tónleikar í Bolungarvík

Laugardaginn 7. október kemur út geisladiskur Kristins Níelssonar tónlistarskólastjóra í Bolungarvík, Gönguferð á sandi. Diskurinn er frumraun Kristins á útgáfusviðinu en Kristinn er síður en svo nýgræðingur í tónlistarflutningi. Kristinn býður öllum Vestfirðingum á útgáfutónleika í félagsheimilinu í Bolungarvík á…

Gráhegri við Steingrímsfjörð

Gráhegri við Steingrímsfjörð

Líkt og á síðasta ári hefur gráhegri verið að spóka sig við Steingrímsfjörðinn og sást til hans í gær við Tungugrafarvogana milli Hrófár og Húsavíkur. Þar eru álftirnar líka mættar fyrir allnokkru, um það bil sextíu til sjötíu stykki og hafa þá…

Óskað eftir fólki í Hamingjudaganefnd

Strandabyggð hefur nú auglýst eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa í svokallaðri Hamingjudaganefnd. Um er að ræða sérstaka nefnd sem hefur á sinni könnu vinnu við undirbúning bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem nú hefur verið haldin tvisvar sinnum. Í tilkynningunni kemur…

11 í prófkjör Samfylkingarinnar

Samkvæmt frétt á bb.is gáfu ellefu manns kost á sér í fjögur efstu sætin á framboðslista til alþingis næst vor í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þeir sem gefa kost á sér eru: Sveinn Kristinsson frá Dröngum, bæjarfulltrúi á Akranesi, sem gefur…

Gríðarleg stemmning á karókíkeppninni

Gríðarleg stemmning var á undanúrslitum karókíkeppni vinnustaða á Ströndum sem var haldin í Bragganum í gærkvöldi. Þrettán flytjendur tóku þátt og kepptu um átta sæti sem voru laus í úrslitakeppninni. Þar til skipuð þriggja manna dómnefnd valdi sjö keppendur áfram og…