Sextán manns vilja á Sjálfstæðislista

Samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða hafa sextán einstaklingar gefið sig fram við uppstillinganefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til að vera á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ásbjörn Óttarsson, formaður kjörstjórnar, segir að stjórnin ætlaði að hittast 11. nóvember og þá verði líklega…

Fornleifarannsókn kynnt í kvöld kl. 20:00

Í kvöld kl. 20:00 verður kynning á fornleifauppgreftrinum sem fer fram í Hveravík við Steingrímsfjörð. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur og Magnús Rafnsson sagnfræðingur kynna verkefnið. Uppgröfturinn hefur vakið þjóðarathygli undanfarið og mikill áhugi virðist vera fyrir honum. Rannsóknir sem þessar sem…

Póstkosning hjá Framsókn framundan

Framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi hefur fjölgað um fjórðung frá því að kjördæmisþing flokksins ákvað að efna til póstkosningar um skipan framboðslista flokksins í kjördæminu. Þetta kemur fram á vefnum www.skessuhorn.is. Kjörseðlar verða sendir út til félagsmanna í vikunni og þeim á að…

Atburðir og nýjungar 2007

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík óskar eftir upplýsingum um nýjungar í ferðaþjónustu á Ströndum, breytingar á grunnupplýsingum um fyrirtæki og eins hvort einhver slík hafi hætt starfsemi. Þá er mikilvægt fyrir ferðaþjóna að koma þeim dagsetningum á atburðum sem þegar liggja fyrir til…

Góður smalahundur er gulls ígildi

{mosvideo xsrc="smalahundur" align="right"}Tíðindamaður strandir.is rak í rogastans þegar hann átti leið um norðanverðan Steingrímsfjörð fyrr í dag. Rak hann þar augun í bónda í nágrenninu á harðaspretti á undan fé sínu og var engu líkara en hann hefði skapraunað þar 64…

Guðbjartur sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Guðbjartur Hannesson skólastjóri á Akranesi varð í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi sem fór fram um helgina með 477 atkvæði. Karl Matthíasson á Grundarfirði fékk 552 atkvæði í 1.-2. sætið, Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki 582 atkvæði í 1.-3. sæti og…

Fræðslukvöld um hvalbræðslu í Hveravík

Næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00 mun Strandagaldur standa fyrir fræðslukvöldi á Café Riis á Hólmavík þar sem fólki gefst tækifæri á að fræðast um fornleifarannsóknirnar sem fram fara á rústum á Strákatanga í Hveravík í Steingrímsfirði. Þar hafa verið grafnar upp rústir hvalveiðistöðvar, mögulega…

Árneshreppur fámennasti hreppur landsins

Eftir sameiningarhrinu í vor þar sem fjölmörg sveitarfélög á landinu sameinuðust eru samtals 79 sveitarfélög á Íslandi. Þar af eru fjögur sveitarfélög á Ströndum og þrjú af þeim eru í hópi átta fámennustu sveitarfélaga landsins, sé miðað við nýlegar tölur frá Hagstofu Íslands þann…

Íþróttavöllur þökulagður

Það væri synd að segja að ekki séu framkvæmdir í gangi þennan laugardagsmorgunn 28. október. Fréttaritari hitti hóp af galvösku fólki uppi við Brandskjól á Hólmavík þar sem á að gera fótboltavöll að nýju og að þessu sinni grasvöll. Þar biðu þökurnar  eftir að vera lagðar. Skemmtilegur og öruggur…

Vegur um Mjóafjörð boðinn út

Útboð á vegagerð um Mjóafjörð í Djúpi hefur nú verið auglýst á vef Vegagerðarinnar. Verkefnið snýst um vegagerð á 14,5 km kafla Djúpvegar, frá Rauðagarði á Reykjanesi að Hörtná vestan Mjóafjarðar. Innifalið í verkinu er m.a. að gera fyllingu á…