Skráning í gagnagrunn Ferðamálastofu

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hvetur aðstandendur ferðafyrirtækja á Ströndum eindregið til að skrá þau eða yfirfara upplýsingar um þau í gagnagrunni Ferðamálastofu, en nú er í gangi uppfærsla á þeim gagnagrunni fyrir árið 2007. Þarna kemur t.d. fram opnunartími hjá fyrirtækjum…

Djúpavík komið á Sigur Rósar póstkort

Hljómsveitin Sigur Rós hefur gefið út póstkortaröð í tilefni af hljómleikaferð sveitarinnar um landið í sumar sem telja sjö póstkort. Sigur Rós lék tónlist sína á sjö mismunandi stöðum á landinu á ferð sinni og þar á meðal í síldarverksmiðjunni…

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Í tilkynningu frá Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kemur fram að Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið út aðvörun vegna fulltrúa erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa undanfarið sett sig í samband við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og leitað eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki. Slík staðfesting felur stundum…

Alþjóðleg ráðstefna í Reykjanesi

Dagana 3.-7. október fer fram alþjóðleg ráðstefna í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í tengslum við Northern Periphery Programme verkefni sem ber heitið Nature Based Tourism (sjá heimasiðu verkefnisins: www.naturebasedtourism.net). Tólf ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum hafa tekið þátt í þessu verkefni og hefur Dorothee Lubecki hjá…

Framlög úr Jöfnunarsjóði

Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2006. Strandabyggð fær úr þessum potti tæpa 8,5 milljónir, Kaldrananeshreppur tæpar 1,9 milljónir og Bæjarhreppur tæpar 4,6 milljónir. Einnig hefur verið samþykkt tillaga um úthlutun framlags til…

Kynningarfundur um fjarfundarbúnað og námsframboð

Í tilefni af Viku símenntunar er boðið til opinnar kynningar á fjarfundabúnaði Strandabyggðar og námskeiðsframboði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ströndum. Kynnt verður hvernig fjarfundabúnaður er notaður, rætt um þá möguleika sem hann opnar og farið yfir námskeið sem verða í boði á vegum…

Myndir úr Skarðsrétt

Réttað var í Skarðsrétt í Bjarnarfirði laugardaginn 16. september síðastliðinn. Slatti af kindum kom af fjalli réttarhelgina, í skipulagðri leit í þokkalegu veðri þar sem skiptist á rigning og glampandi sól og hitii. Á föstudeginum fóru 10 menn á Hólsfjall og…

Undirbúningur vegna karókí keppninnar hafinn

Hluti söngvaranna sem stefna að þátttöku í karókí-keppni vinnustaða á Ströndum komu saman í fyrsta sinn í gærkvöldi á Café Ris til skrafs og ráðagerða og líta á lagalista. Ákveðið var að færa undankeppnin sem fer fram næsta laugardagskvöld í…

Vond ráð hjá galdralækni

Nýverið var fjallað um það í heimsfréttunum að serbneskur maður hafi þurft að leita sér lækninga eftir misheppnaða tilraun til að hafa mök við broddgölt, en það hafði hann reynt eftir ráðleggingar galdralæknis. Maðurinn hafði átt vanda til of bráðs sáðláts…

Þarfagreining um námsver á Hólmavík birt á strandir.is

Í mars á þessu ári vann Viktoría Rán Ólafsdóttir starfsmaður AtVest á Hólmavík þarfagreiningu vegna námsvers á Hólmavík. Sendur var stuttur spurningalisti til einstaklinga á Ströndum sem vitað var að stunduðu fjarnám. Einnig var hægt að svara könnuninni rafrænt á…