Snjóaði í fjöll í Árneshreppi

Þegar veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum kom á fætur í morgun, rétt fyrir kl. 6:00 til að senda fyrsta veðurskeyti dagsins sá hann að talsvert hafði snjóað í fjöll. Í Árnesfjalli við Trékyllisvík náði snjólínan allt niður í 250…

Úrslit og myndir frá hrútadómunum

Meistaramót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudag og var mikið um dýrðir. Veðrið hélst þokkalegt á meðan mótið fór fram, en keppnin fór fram í skjóli við húsvegginn í Sævangi. Fjöldi keppenda sem margir voru langt…

Fjölmenni á Landsmóti hagyrðinga

Fjölmenni var á Landsmóti hagyrðinga á Hólmavík á laugardag og tókst mannfagnaðurinn með miklum ágætum. Öll gisting á Hólmavík og í næsta nágrenni var upppöntuð vegna mótsins, húsbílar voru ófáir og fjöldi aðkomumanna gisti einnig hjá vinum og kunningjum á Hólmavík. Bergur…

Járnaruslið flutt á brott

Sorpsamlag Strandasýslu hefur staðið fyrir mikilli brotajárnssöfnun um allar sveitir á Ströndum í sumar og síðan hefur verið unnið að því að pressa járnið og flytja burt. Við Ennisá í Bitru og á melnum ofan við Borðeyri hafa miklir haugar…

Hrútadómarnir í Sævangi í dag

Í dag verður árlegt Meistaramót í hrútadómum haldið í Sævangi við Steingrímsfjörð og hefst kl. 14.00. Jón Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins segir að allt sé að verða tilbúið fyrir keppnina og er bjartsýnn á góða mætingu: "Hér á Ströndum var fjölmennt…

Skilti um leiðbeinandi hámarkshraða

Skilti um leiðbeinandi hámarkshraða

 Vegagerðin vinnur nú að uppsetningu skilta með leiðbeinandi hámarkshraða á Djúpvegi og eru allmörg slík skilti komin upp á milli Brúar í Hrútafirði og Hólmavíkur. Fréttaritari strandir.is var á ferðinni í gær og rak þá augun í að leiðbeinandi hámarkshraði á…

Matthildur Guðbrandsdóttir 80 ára

Laugardaginn 26. ágúst verður Matthildur Guðbrandsdóttir á Smáhömrum í Tungusveit áttatíu ára. Matthildur er dóttir hjónanna á Heydalsá, Guðbrandar Björnssonar frá Smáhömrum og Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Ófeigsfirði. Eiginmaður Matthildar er Björn H. Karlsson og hafa þau búið á Smáhömrum í meira…

Hugað að haustferð Fjallahjólaklúbbsins Selkollu

Fjallahjólaklúbburinn Selkolla á Ströndum hóf starfsemi síðasta haust og þá var farin fyrsta ferð klúbbsins. Nú er verið að huga að árlegri haustferð hjólaklúbbsins og ákveðið hefur verið að hún verði laugardaginn 9. september, ef veður leyfir. Allir þeir sem…

Er hvalur á firðinum?

Hér á strandir.is er kominn tengill yfir á tilkynningasíðu um hvalakomur á Steingrímsfjörð sem er að finna hér á vinstri hönd. Í tengslum við fornleifauppgröft á hvalveiðistöð baskneskra hvalveiðimanna í Hveravík við Steingrímsfjörð er stefnt að því að Steingrímsfjörður verði Mekka…

Samkeppni um byggðarmerki Bæjarhrepps

Á fyrsta fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps, þann 12. júní síðastliðinn, var samhljóða samþykkt tillaga um að hreppurinn efndi til hugmyndasamkeppni um byggðarmerki. Í tilkynningu frá sveitarstjórn segir að tákn byggðarmerkisins skuli hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru, sögu eða ímynd…