Örkin ST frá Seljanesi komin á flot á ný

Mótorbáturinn Örkin ST-19 frá Dröngum er komin á flot aftur eftir að hafa verið á þurru landi í áraraðir en Guðmundur Óli Kristinsson ásamt fleirum hafa gert bátinn upp og komið honum í upprunalegt horf. Kristinn H. Jónsson á Dröngum smíðaði bátinn á…

Leifur óheppni í Árnesi

Það verður nóg að gerast á Ströndum um verslunarmannahelgina. Að venju verður ekta sveitaball í Árnesi í Trékyllisvík á föstudagskvöldið með BG og Margréti, en á laugardagskvöldið 5. ágúst mun hinn dularfulli diskótekari DJ Leif the Unlucky standa fyrir heljarmiklu…

Útskurður Halldórs Hjartarsonar

Sýning Halldórs Hjartarsonar í húsnæði sundlaugarinnar á Drangsnesi sem sett var upp í tengslum við Bryggjuhátíðina hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar sýnir Halldór ýmsa muni listilega útskorna og einnig nokkur gler verk og vatnslitamyndir. Munirnir bera þess glöggt merki að…

Unglingalandsmót á Laugum

Næsta mót sem keppendur á vegum Héraðssambands Strandamanna fara á er 9. unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í S-Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á veraldarvefnum en slóðin er www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot. Ekki verður tekið neitt gjald fyrir tjaldstæði…

Ferð til Hvammstanga

Undanfarin ár hefur það tíðkast að krakkar frá HSS og USVH hafa komið saman og haldið sameiginlegar æfingar í körfu og knattspyrnu fyrir landsmót. Í ár eru það Strandamenn sem eiga heimboð til Húnvetninga og verður farið sunnudaginn 30. júlí….

Bjóða upp á ferðir milli galdrasýninga

Strandagaldur hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða gestum á Galdrasýningunni á Hólmavík upp á áætlunarferðir á milli sýninganna á Hólmavík og Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði. Að sögn Sigurðar Atlasonar framkvæmdastjóra Strandagaldurs þá var ákveðið að bjóða upp…

Borðeyri – stærsti smábær í heimi

Nú líður að Borðeyrarhátíð sem haldin verður um helgina og er undirbúningur í fullum gangi og mikil tilhlökkun í gangi. Búið er að gera boli sem verða til sölu á hátíðinni og merktir eru Borðeyri, stærsta smábæ í heimi. Mikið…

Friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi

Nú um helgina er framundan opnun sýningarinnar: Friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi, en hún verður opnuð á Þingeyrum sunnudaginn 30. júlí kl. 14.00 í nýju þjónustu- og safnaðarheimili þar á staðnum, en nú er verið að leggja lokahönd á byggingu þess. Tilefni sýningarinnar…

Financial Times segir Hólmavík gleðiríkasta þorp í heimi

Hið virta fjármálatímarit Financial Times heldur því fram að íbúar Hólmavíkur séu hamingjusömustu íbúar heimi og að þeir geti gert kröfu um að Hólmavík sé gleðiríkasta þorp í veröldinni en í nýlegri alþjóðlegri könnun voru Íslendingar útnefndir hamingjusamasta þjóð í heimi. Sveitarstjórinn á Hólmavík,…

Bryggjuhátíðin aldrei betri

Það ríkti mikil gleði á nýliðinni Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem haldin var síðastliðinn laugardag. Veðrið lék við Drangsnesinga sem aldrei fyrr og eru þeir stoltir með hvernig Bryggjuhátíðin lukkaðist. Mikill fjöldi gesta sótti hátíðina og nutu þess að vera saman, hitta gamla…