Sláttur hafinn í Tungusveit

Sláttur hafinn í Tungusveit

Sláttur er hafinn í Tungusveit við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Reynir Björnsson bóndi í Miðdalsgröf var í óðaönn að slá túnið á Kirkjubóli í dag og var hinn kátasti með sprettuna. Reynir reiknaði þó með að almennt myndu menn bíða eina eða tvær vikur til…

Upplýsingaskilti við Húsavíkurkleif

Á dögunum voru sett upp varanleg upplýsingaskilti á áningarstað við Húsavíkurkleif við Steingrímsfjörð á Ströndum. Á þeim er fjallað um Húsavíkurkleifina sjálfa sem er einn af merkustu fundarstöðum steingerfinga á Ströndum, íshúsið í Húsavík sem reist var þarna í víkinni laust fyrir aldamótin 1900 og loks…

Tröllatunguheiði fær öllum bílum

Vegurinn um Tröllatunguheiði milli Hólmavíkur og Króksfjarðarness er nú fær öllum bílum, en hann var heflaður á dögunum. Vegurinn um Þorskafjarðarheiði er hins vegar aðeins fær fjórhjóladrifsbílum og verður enn um sinn. Unnið er að viðgerðum á veginum og gengur…

Hákarlahjallur endurnýjaður

Fréttaritari strandir.is brá sér í ferð norður á Bala á dögunum og rakst þá á Guðjón Kristinsson frá Dröngum og þrjá sveina hans eða þræla eins og hann kallar starfsmenn sína jafnan. Þeir voru að hlaða upp hákarlahjall við bæinn Asparvík á Bölum og kláruðu…

Bikarkeppni HSS 2006

Fyrri umferð Bikarkeppni HSS í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 1. júlí og leikið verður á Skeljavíkurgrundum við Hólmavík. Mótið hefst kl. 9:30. Skráning fer fram hjá forráðamanni hvers félags og nöfn sem flestra leikmanna þurfa að fylgja skráningunni. Forráðamenn félaganna koma…

Spurningakeppni héraða á Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir stórskemmtilegri spurningakeppni milli fjögurra nágrannahéraða fimmtudaginn 29. júní í Félagsheimilinu á Hólmavík. Keppnin hefst kl. 20:00 stundvíslega. Keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar á Ströndum, en undanfarin ár hafa heimamenn keppt sín á milli við…

Ný galdrabolatíska hjá Galdrasýningunni

Nýjir galdrabolir munu líta dagsins ljós í verslunum Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og á Klúku á næstunni. Nýju bolirnir verða annarsvegar með afar fallegum galdrastaf sem er til að heilla hinn aðilann upp úr skónum og hin tegundin með…

Hamingjudiskur kominn í sölu

Nú er lag Daníels Birgis Bjarnasonar, Á Hamingjudögum, komið á geisladisk. Mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. júní. Mun Daníel ganga í hús á Hólmavík og bjóða diskinn til sölu. Verð á disknum er 700 krónur en einnig má nálgast eintak…

Tilraun gerð til innbrots í Gjögurvita

Á fréttasíðunni litlihjalli.it.is í Árneshreppi kemur fram að þegar vitavörðurinn Jón G. Guðjónsson fór í vettvangsferð í Gjögurvita í gærmorgun og að koma fyrir skilti um að bannað væri að fara upp stigann í vitanum, sá hann að reynt hafði…

Íbúafundur um Hamingjudaga

Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur auglýst íbúafund sem haldinn verður í kvöld, mánudaginn 26. júní kl. 20:00, um bæjarhátíðina Hamingjudaga sem verður um næstu helgi. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík. Þarna gefst íbúum lokatækifæri til kynna sér dagskrá og skipulag Hamingjudaga áður…