Stefnt að stofnun félagsins Arnkatla 2008

Í vetur tóku nokkur ferðaþjónustufyrirtæki og einstaklingar á Ströndum þátt í námskeiði á vegum Útflutningsráðs sem heitir Hagvöxtur á heimaslóð. Í framhaldi af því hafa þátttakendurnir ákveðið að efna til öflugrar markaðsvinnu og tengist fyrst og fremst spurningunni um það hvernig…

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju mðvikudaginn 10. maí og fimmtudaginn 11. maí og hefjast bæði kvöldin klukkan 19:30. Á tónleikunum koma fram nemendur Tónskólans og munu þeir flytja lög sín einir og í samspili með öðrum nemendum og kennurum. Kór 1.-5….

Gistiheimilið Borgabraut til sölu

Hið rótgróna gistihús á Hólmavík, Gistiheimilið Borgabraut 4, hefur nú verið auglýst til sölu. Hrólfur Guðmundsson og Nanna Magnúsdóttir hafa rekið Gistiheimilið frá upphafi og munu halda því áfram þangað til gengið hefur verið frá sölu. Þeir sem áhuga hafa…

Spánverjavígin 1615 – sýning og málþing

Snjáfjallasetur mun þann 24. júní næstkomandi halda málþing og efna til sýningar um Spánverjavígin sem áttu sér stað árið 1615. Verkefnið er unnið í samvinnu við verkefnið Vestfirði á miðöldum, Strandagaldur, Náttúrustofu Vestfjarða og fleiri aðila. Sýningin og málþingið verða í Dalbæ…

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2006 verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði um komandi helgi, laugardaginn 13. maí og hefst fundurinn kl. 12.00. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundurinn er opinn öllum greiðandi sjóðfélögum og lífeyrisþegum. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og…

Tveir listar í kjöri

Tveir framboðslistar komu fram í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum og er hvorugur þeirra á vegum ákveðinna stjórnmálaflokka. Þetta eru H-listi almennra borgara og J-listi félagshyggjufólks sem kjósendur geta valið á milli við kosningarnar 27. maí. Hér að neðan er yfirlit yfir frambjóðendur,…

Dægurlagasamkeppni vegna Hamingjudaga

Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps hefur ákveðið að efna til dægurlagasamkeppni í tilefni af bæjarhátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík. Skila á lögum á geisladiski til nefndarinnar merkt Hamingjudagar á Hólmavík – Lagasamkeppni 2006, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík. Úrslitakeppni fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík…

Harðort bréf um Arnkötludalsveg

Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hefur sent umhverfisráðherra harðort bréf vegna ítrekaðra tafa á afgreiðslu á kæru vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um veg um Arnkötludal og Gautsdal. Ráðherra átti lögum samkvæmt að kveða upp úrskurð um kæru Vegagerðarinnar í síðasta lagi í desember síðastliðnum….

Aðalfundur Geislans á morgun

Aðalfundur Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík verður haldinn þriðjudaginn 9. maí. Á dagskrá er skýrsla stjórnar og venjuleg aðalfundarstörf. Áhugafólk um ungmennastarfið er hvatt til að fjölmenna á fundinn og þar eru allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík og hefst…

Leiksýning í Hólmavíkurkirkju

Stopp-leikhópurinn verður með sýningu í kirkjunni á Hólmavík í dag á leikritinu Við guð erum vinir. Sýningin er einkum ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára, en allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Leiksýningin hefst kl. 13:00 og er tæplega hálftími…