H-listinn með opinn fund

Í fréttatilkynningu frá H-listanum sem bíður fram í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum kemur fram að listinn verður með opinn fund í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík á fimmtudaginn klukkan 20:00. Í fyrsta sæti á H-listanum er Már Ólafsson á Hólmavík, Daði…

Kosningar á laugardaginn

Í fréttatilkynningu yfirkjörstjórnar til íbúa í Broddanes- og Hólmavíkurhreppum kemur fram að gengið verður til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 27. maí 2006 og verður kosið í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi Broddanes- og Hólmavíkurhreppa.  Kjördeildir verða tvær, í Grunnskólanum á Hólmavík og Broddanesskóla….

Lokasýning í kvöld

Í kvöld verður lokasýning á leikritinu Fiskar á þurru landi sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í vetur. Sýningin verður í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 21:00 og eru allir sem enn eiga eftir að sjá stykkið hvattir til að mæta og eiga…

Afli Hólmavíkurbáta

Nú er norðan garri og ekki nokkur bátur á sjó og hætt við að þau grásleppunet sem í sjó eru fyllist af þara og allskonar óþverra. En hvað hafa bátarnir á Hólmavík verið að fiska í vetur? Frá áramótum hafa…

Strandagaldur opnar kosningavef

Strandagaldur á Hólmavík hefur gengið til liðs við alla frambjóðendur og kjósendur í landinu og tekið saman á sérstökum kosningavef góð ráð sem duga vel í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram næstkomandi laugardag. Þar er meðal annars að finna ráð til…

Umhverfisátak á Hólmavík

Í fréttatilkynningu frá Hólmavíkurhreppi, kemur fram að næsta sunnudag, þann 28. maí, stendur hreppurinn fyrir hreinsunarátaki með íbúum. Reiknað er með að hefjast handa kl. 13.00 og að allir taki höndum saman um að taka til, mála, slá, girða eða…

Vel heppnað námskeið

Dagana 11.-13. maí var námskeið um sjálfbæra og aðgengilega náttúruskoðun, haldið í Húnaþingi vestra og á Ströndum. Fyrirlesarar námskeiðsins komu víða að, er þar helst að nefna James MacLetchie frá Skotlandi, Carol Patterson fá Kanada og Hans Gelter frá Svíþjóð,…

Sauðburður stendur sem hæst

Þegar sauðburður stendur sem hæst verður allt að ganga sem vel smurð vél og til þess að svo megi verða þurfa allir að leggja sitt af mörkum bæði háir sem lágir. Það er margs að gæta í fjárhúsunum, lömb að fæðast…

Spjalltorgið virkt að nýju

Spjalltorgið á strandir.is er nú orðið virkt að nýju og tengill inn á það í tenglastikunni hér fyrir ofan. Um leið opnast Samgöngutorgið, Ferðahornið, Smáauglýsingarnar og Hagyrðingahornið. Verður fróðlegt að sjá hvað menn hafa að segja á næstunni um ýmis málefni á spjallinu,…

Framhald verður á fornleifarannsókn

Síðastliðið haust var hafist handa við fornleifarannsóknir á Strákatanga í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. Þá voru gafnir könnunarskurðir til að kanna búsetu baskneskra hvalveiðimanna á Ströndum. Nú hefur Fornleifasjóður styrkt áframhaldandi vinnu við verkefnið, en Baskarannsóknin var ein af sjö fornleifarannsóknum sem fengu styrki…