Úrslit í Árneshreppi

Úrslit liggja nú fyrir í kosningum í hreppsnefnd í Árneshreppi. Samtals voru greidd atkvæði 36 og einn seðill var auður. Kjörnir aðalmenn í hreppsnefnd Árneshrepps eru: Guðlaugur I. Benediktsson, Árnesi 2, bóndi Guðlaugur A. Ágústsson, Steinstúni, bóndi Oddný S. Þórðardóttir, Krossnesi,…

Nafnið Strandabyggð fékk flest atkvæði

Samhliða kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðum Broddanes- og Hólmavíkurhreppum var kosið um nafn á nýja sveitarfélagið. Var kosið á milli þriggja nafna. Strandabyggð fékk 95 atkvæði samkvæmt fyrstu tölum sem kjörnefnd gaf upp, Sveitarfélagið Strandir fékk 38 atkvæði og Strandahreppur 29…

Úrslit í Kaldrananeshreppi

Í óbundinni kosningu í Kaldrananeshreppi voru 85 á kjörskrá, á kjörfundi kusu 61, atkvæði utan kjörstaða voru 3. Þetta gerir 75% kjörsókn i heild. Auðir seðlar voru tveir og ógildur einn. Niðurstaða var sú að aðalmenn voru kosnir:1. Guðbrandur Sverrisson Bassastöðum með 54 atkvæði2….

J listi sigraði kosningarnar í Hólmavíkur- Broddaneshreppi

J listi félagshyggjufólks hafði betur í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkur- og Broddaneshreppa. Atkvæði féllu þannig að J listi fékk 190 atkvæði og H listi 102 atkvæði. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir. 297 atkvæði voru greidd í kosningunum, samkvæmt tölum…

Öll atkvæði talin nema utankjörfundar

Talning í sveitarstjórnar-kosningum Hólmavíkur- og Broddaneshrepps stendur núna yfir. Talin hafa verið öll atkvæði nema utankjörfundaratkvæði eða 246 atkvæði. Atkvæði hafa fallið þannig að J listinn er með 158 atkvæði og H listinn 83 atkvæði. Tölur yfir kjörsókn hafa ekki borist,…

Veisluborð hjá J-listanum

Kosningakaffið hjá J-listanum var haldið í Bragganum á Hólmavík og var mikið fjör hjá frambjóðendum sem tóku þar á móti þeim sem ráku inn nefið. Veisluföngin voru ekki af verri endanum, heilmikið tertuhlaðborð og vakti kaka sem myndaði merki listans mikla…

Kosningakaffi hjá H-listanum

Kosningu er nú lokið í sameinuðum Hólmavíkurhreppum og Broddaneshreppum og Kaldrananeshreppi á Ströndum. Fréttaritari leit við í kaffi hjá H-listanum í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík um fjögurleytið í dag og báru frambjóðendur sig vel og léku á alls oddi. Ekki skorti heldur neitt…

Lífsbjörg litlu stúlkunnar fundin

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist inn á ritstjórnarskrifstofu strandir.is að blóðgjafi handa litlu stúlkunni í Frakklandi sem sagt var frá á vefnum fyrr í dag er fundinn. Það kom í ljós eftir að Matthías hótelstjóri á Laugarhóli í Bjarnarfirði hringdi…

Neyðarkall frá Frakklandi

Fréttavefnum strandir.is hefur borist nokkuð óvenjulegt neyðarkall frá Frakklandi, en þar er líka mikið í húfi og sjálfsagt að koma því á framfæri. Það er frænka Matthíasar hótelstjóra á Laugarhóli sem er læknir í Frakklandi sem sendir út beiðnina. Ef þið þekkið…

Mikið fjör á kosningadegi

Mikið er um að vera í dag á Hólmavík á kosningadeginum. Kjördeildirnar í Broddanesskóla og Grunnskólanum á Hólmavík eru opnar fyrir kjósendur frá 11-18 og kosningakaffi er á tveimur stöðum á Hólmavík. Í anddyri félagsheimilisins er kaffi hjá H-listanum frá 14-17…