Bílvelta við Brú

Um eittleytið í dag varð bílvelta skammt norðan við veitingaskálann Brú í Hrútafirði, samkvæmt kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar fór jeppi út af veginum og maður á fertugsaldri hlaut nokkur beinbrot og slasaðist talsvert. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landsspítalann í…

Glatt á hjalla hjá sýnendum

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa tekið þátt í Perlunni og sýnt gestum inn í töfraheim Vestfjarða og Stranda. Fjöldi aðila úr vestfirsku menningarlífi hefur líka verið á staðnum með fyrirlestra og uppákomur og hefur hátíðin heppnast hið besta. Sýningin hefur…

Svipmyndir úr perlunni

Enn er mikil aðsókn að Perlusýningunni sem nú fer að ljúka á næstunni. Skemmtiatriði eru enn í gangi á sviðinu og fjöldi fólks á rölti á milli bása. Fréttaritari strandir.is tók gönguferð á milli bása og smellti af svipmyndum af…

Strandamaður ársins 2005 heiðraður

Ein af óvæntu uppákomum helgarinnar í Perlunni var þegar Guðbrandur Einarsson bóndi á Broddanesi, nuddari og göngugarpur, var heiðraður fyrir að vera valinn Strandamaður ársins 2005. Það var fréttavefurinn strandir.is sem stóð fyrir þeirri uppákomu og var strax um áramótin…

Á Hornstrandir frá Norðurfirði

Svæðið norðan við Ófeigsfjörð er sífellt að verða fjölsóttara og um leið aðgengilegra. Nú er ekki lengur þörf á að vera sérstakur göngugarpur eða tjaldútilegumaður til að heimsækja þessar perlur Stranda og Hornstranda eins og Drangaskörð, Dranga, Reykjarfjörð nyrðri, Bolungavík…

Kaffihús á Borðeyri

Sigrún Waage frá Borðeyri er í Perlunni, en hún stendur ásamt manni sínum að uppbyggingu ferðaþjónustu á Borðeyri. Þau reka verslunina Lækjargarð á Borðeyri sem keypti eignir Kaupfélagsins fyrir rúmu ári og hafa einnig umsjón með tjaldsvæðinu þar og hyggja…

Leiksýning í Mosfellsbæ í kvöld

Leikfélag Hólmavíkur leggur enn á ný land undir fót og sýnir gamanleikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í kvöld. Sýningin hefst kl. 19:00 og eru allir Strandamenn á stór-höfuðborgarsvæðinu hvattir til að mæta og eiga ánægjulega kvöldstund…

Uppgangur á Drangsnesi

Sunna Einarsdóttir og Halldór Höskuldsson eru í Perlunni að kynna nýjan gistimöguleika á Drangsnesi sem þau opna í vor, Gistiþjónustu Sunnu að Holtagötu 10. Þeim lýst ljómandi vel að gerast ferðaþjónar, enda er töluverð þróun og uppgangur í ferðaþjónustunni á Drangsnesi….

Bolvíkingar kampakátir

Bolvíkingar hafa fjölmennt í Perluna og sameinast um stóran bás, auk þess sem vermaðurinn úr Ósvör er á rölti um sýninguna og tónlistarmenn úr víkinni troða upp reglulega. Lögð er áhersla á mannlíf og menningu og sýnt frá ýmsum viðburðum…

Heiða Ólafs í Perlunni

Heiða Ólafs tróð upp í Perlunni í dag við mikil fagnaðarlæti og sama gilti um flutning Elfars Loga Hannessonar á einleiknum um Gísla Súrsson. Pallíetturnar úr Bolungarvík mættu líka á svæðið – Soffía og Pálína Vagnsdóttir og Íris Vagnsdóttir – og…