Fermingarmessa á Hólmavík og í Árnesi

Séra Sigríður Óladóttir hefur sent vefnum upplýsingar um fermingarmessur og lista yfir fermingarbörn í Hólmavíkurprestakalli þetta vorið. Ferming verður í Árneskirkju í Trékyllisvík þann 3. júní kl. 16:00 og í Hólmavíkurirkju verður fermingarmessan þann 4. júní kl. 11:00. Hér á…

Myndlistasýning í Steinhúsinu

Myndlistarnámskeið hefur verið í gangi síðastliðnar sex vikur í Steinhúsinu á Hólmavík. Níu nemendur á aldrinum 10-13 ára hafa verið á námskeiðinu. Nú ætla nemendur að bjóða gestum og gangandi að koma og skoða afraksturinn milli kl. 16-18 í dag,…

Flutningabíll valt við Bræðrabrekku

Flutningabíll valt við Bræðrabrekku í Bitrufirði í gærkvöld. Engin slys urðu á mönnum eftir því sem næst verður komist, en Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út í verðmætabjörgun því bíllinn var hlaðinn fiski. Vegarkanturinn gaf sig þar sem bíllinn valt…

Lagfæringar við sundlaugina á Hólmavík framundan

Sundlaugin og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík verða lokuð næstu þrjá daga vegna viðhalds en næstu daga verður unnið að lagfæringum á gangstéttunum í kringum sundlaugina og jafnframt verður lagður hitaþráður í þær. Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 2. júní og verður eftir…

Ljóðakvöld á fimmtudaginn

Fimmtudagskvöldið 1. júní kl. 20:00 verður ljóðakvöld á Héraðsbókasafninu á Hólmavík. Í vor var haldin ljóðasamkeppni á vegum samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum og mjög góð þátttaka var á Ströndum. Þátttakendum var skipt í tvo aldurshópa 9-12 ára og 13-16 ára….

Litið var á að nýtt nafn væri bindandi

Litið var á að nýtt nafn væri bindandi

Strandabyggð hlaut flest atkvæði í kosningum um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps eins og kunnugt er. Nafnið hlaut 95 atkvæði, en nokkuð fleiri atkvæði voru auð og ógild, eða 117. Auðir og ógildir kjörseðlar náðu þó ekki…

Á hamingjudögum verður hamingjulagið í ár

Í gærkvöld var haldin heilmikil dægurlagasamkeppni fyrir bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík sem verður 29. júní – 2. júlí í sumar. Troðfullur salur af fólki fylgdist með og allir skemmtu sér konunglega. Ellefu lög kepptu um að verða hamingjulagið í ár…

Uppsetning sýningar í Sævangi

Í dag er mikið um að vera að venju á Ströndum, bændur á kafi í sauðburði og Hólmvíkingar ætla að sameinast um að hreinsa þorpið í dag og hefst sú vinna undir stjórn hverfisstjóra kl. 13. Síðan verður sameiginleg grillveisla…

Aðal- og varamenn í Hólmavíkur- og Broddaneshrepp

Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum er rétt að birta hér lista yfir aðal- og varamenn í hreppsnefndinni eins og í öðrum sveitarfélögum á Ströndum. 370 voru á kjörskrá í hreppnum og greiddu 297 atkvæði eftir því…

Lýðræðislistinn sigraði í Bæjarhreppi

Úrslit í kosningum til sveitarstjórnar liggja fyrir í Bæjarhreppi, en þar var listakosning og tveir listar í boði. Þar voru 64 sem greiddu atkvæði og 1 þeirra reyndist ógilt. Úrslit í Bæjarhreppi 2006 urðu þau að H – Hreppslistinn fékk…