Lokahnykkur fyrir Perluna

Á morgun laugardaginn 29. apríl,  kl. 15:00 – 16:30, verður haldinn kynningarfundur á Café Riis vegna þátttöku Strandamanna í stórsýningunni Perlan Vestfirðir sem verður haldin dagana 5. – 7. maí næstkomandi í Perlunni í Reykjavík. Þar verður farið yfir ýmis praktísk atriði…

Líður að lokum leiksins

Það var allt í járnum í tippleik strandir.is um síðustu helgi þegar tengdamæðginin Ásdís Jónsdóttir og Haraldur V.A. Jónsson mættust. Að lokum fóru leikar þó á þann veg að þau skildu jöfn með sex stigum gegn sex og mætast því…

Skyndihjálparnámskeið á Borðeyri

Dagana 7. og 8. febrúar síðastliðinn var haldið námskeið í skyndihjálp í skólanum á Borðeyri. Gunnar Jónsson frá Hólmavík hafði veg og vanda af þessu námskeiði. Sérstök áhersla var lögð á að starfsfólk skólans og skólabílstjórar mættu á námskeiðið, en…

Grímsey ST-2 í góðum fiski

Áhöfnin á Grímsey ST-2, sem er dragnótarveiðiskip sem gerir út frá Drangsnesi, lenti heldur betur í lukkupottinum í vikunni. Grímsey fór á sjó aðfaranótt mánudags og kom í land á mánudagskvöld með tæp sjö tonn af stórum fiski eða rúmum átta kílóa meðalþunga…

Leikfélagið í útrás

Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Víkurbæ í Bolungarvík næstkomandi laugardag, þann 29. apríl kl. 17.00. Einnig er sýning í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20.00 sunnudaginn 30. apríl. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttur, en fjórir leikarar fara með hlutverk…

Sundmót í Íþróttamiðstöðinni

Á morgun fimmtudaginn 27. apríl verður haldin firmakeppni í sundi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Hefst keppnin klukkan 17:00 og keppa þar krakkar sem æfa sund á vegum Ungmennafélagsins Geislans undir stjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur í nafni fyrirtækja sem styrkja keppnina. Með…

H-listinn fundar um framboðsmál

Vefnum strandir.is hefur borist tilkynning um að forsvarsmenn H-listans í Hólmavíkurhreppi ætli að hittast og ráða ráðum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í kvöld. Eysteinn Gunnarsson ætlar ekki að gefa kost á sér ofarlega á listann og líklegt er að Kristín S. Einarsdóttir…

Íslandsmeistarar í körfubolta

Um helgina náði 9. flokkur kvenna undir merkjum Kormáks á Hvammstanga þeim glæsilega árangri að hampa Íslandsmeistaratitli í körfubolta. Lið Kormáks sem fagnaði titlinum er skipað stúlkum bæði úr Húnaþingi vestra og af Ströndum. Mótið var haldið síðastliðna helgi í Laugardalshöllinni,…

Lítill kosningahugur í Strandamönnum

Eftir því sem ritstjórn strandir.is kemst næst er fremur lítill hugur í frambjóðendum til sveitarstjórna þetta vorið og engar upplýsingar eða fréttir um slíkt hafa borist vefnum. Í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum hafa báðir listar sem voru í framboði síðast komið…

Kirkjuleiknum frestað

Ekkert verður úr áður boðaðri leiksýningu Stopp-leikhópsins í Hólmavíkurkirkju í dag, vegna ófyrirséðrar og óvæntrar bilunar í bifreið leikflokksins. Vegna þess frestast sýningin á verkinu Við guð erum vinir um óákveðinn tíma, sennilega um hálfan mánuð.