Leikfélagið er farið að æfa

Leikfélag Hólmavíkur er farið af stað með æfingar á nýju leikriti. Leikverkið sem stefnt er að að setja upp heitir Fiskar á þurru landi og er eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Fjórir leikarar taka þátt í sýningunni,…

Hamingjufundur í gær

Í gærkvöld var haldinn íbúafundur á Hólmavík þar sem rætt var um Hamingjudagana sem haldnir verða dagana 29. júní – 2. júlí í sumar. Þar kynnti  Bjarni Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri og meðlimir menningarnefndarinnar drög að dagskrá hátíðarinnar og fjárhagsáætlun. Ákveðið…

Mikil spenna í spurningakeppninni

Síðastliðinn sunnudag fóru fram þrjár viðureignir í fyrstu umferð Spurningakeppni Sauðfjársetursins 2006. Þar mættu Strandamenn í Kennaraháskólanum liði nemenda við Grunnskólann á Hólmavík í fyrstu umferð og fóru leikar þannig að kennaranemarnir unnu 21-10. Önnur keppni kvöldsins var sú jafnasta…

Öskudagur á Drangsnesi

Krakkarnir á Drangsnesi voru ekki eftirbátar annarra krakka á landinu í gær. Þau brugðu sér í hin ýmsu gervi og skemmtu sér vel á grímuballi í skólanum. Einnig heimsóttu þau fyrirtæki á staðnum og sungu fyrir fólk. Var krökkunum vel…

Byggingar í Bjarnarfirði

Byggingar í Bjarnarfirði

Í myndasafn strandir.is er komin ný myndaröð af byggingum í Strandasýslu. Nú eru teknar fyrir byggingar í Bjarnarfirði allt úr ystu skotum Goðdals, þar sem samkvæmt fornum sögnum hafast við tröll og forynjur árið um kring, og að Reykjarvík við norðanverðan Bjarnarfjörð og Kaldrananesi að…

Fyrirhuguð útboð á Ströndum

Vegagerðin hefur nú uppfært lista um fyrirhuguð útboð við vegaframkvæmdir á árinu 2006 og bættust tvö verkefni á Ströndum við á listann við þá uppfærslu. Annars er þar vegurinn um Arnkötludal og Gautsdal sem nefndur er Tröllatunguvegur í listanum, en…

Þriggja daga óhollusta í Trékyllisvík

Í Árneshreppi var líf og fjör hátíðisdagana þrjá fyrir föstuna jafnt og annars staðar á landinu. Á bolludaginn var haldin félagsvist þar sem mættu nánast allir í sveitinni. Eftir spilamennskuna var bryddað upp á þeirri nýjung að hafa bögglaveiði með…

Náttfataball á Lækjarbrekku

Í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík var haldið heilmikið náttfataball á öskudaginn. Þá mættu öll börn og starfsfólk í náttfötum og svo var kötturinn sleginn úr tunnunni. Börnin skemmtu sér hið besta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar…

Hamingjufundur á Hólmavík

Á morgun fimmtudag verður haldinn íbúafundur á Hólmavík vegna Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða í sumar dagana 29. júní – 2. júlí. Lögð verða fram drög að dagskrá og fjárhagsáætlun fyrir hátíðahöldin og rabbað um hátíðina. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er haldinn…