Strandagangan framundan

Skráning er hafin í Strandagönguna 2006 sem haldin verður um næstu helgi, laugardaginn 11. mars. Keppnin er stærsta skíðagöngumót vetrarins á Ströndum og hluti af Íslandsgöngunni. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að gangan verði haldin á Steingrímsfjarðarheiði, en…

Boðið í Sorpsamlagið

Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps sem haldinn er í dag verður tekið fyrir erindi frá Gámaþjónustu Vestfjarða og Sorphreinsun V.H. á Skagaströnd um hvort vilji sé til að selja Sorpsamlag Strandamanna eða taka upp samstarf um hirðu á endurvinnanlegu sorpi. Þetta…

Bingó á sunnudaginn

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur bingó næstkomandi sunnudag, þann 12. mars, í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst það kl. 14:00. Veglegir vinningar eru í boði, búsáhöld og listaverk og allt þar á milli. Kaffisala verður á staðnum. Fyrsta spjaldið og kaffiveitingarnar kosta…

Broddavíkur- eða Hólmaneshreppur?

Dreift hefur verið málefnaskrá vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu Hólmavíkur- og Broddaneshreppa sem fyrirhuguð er næsta laugardag. Þar koma fram helstu áherslur sameiningarnefndar sem Haraldur V.A. Jónsson, Eysteinn Gunnarsson, Ásdís Leifsdóttir, Sigurður Jónsson og Sigrún Magnúsdóttir skipuðu. Fram kemur m.a. að…

Stórmeistarajafntefli

Keppnin í tippleik strandir.is um helgina var spennandi í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu, en þá var Baldur Smári Ólafsson með eins stigs forystu á hinn keppandann, Ágúst Einar Eysteinsson á Hólmavík. Allt stefndi því…

Fjölgun heimsókna á strandir.is

Heimsóknum á vefinn strandir.is hefur fjölgað nokkuð upp á síðkastið og var febrúar metmánuður. 1.330 gestir heimsóttu þá vefinn að meðaltali á degi hverjum, en alls fékk vefurinn 37.260 heimsóknir í mánuðinum. Hver gestur flettir vefnum að meðaltali 8-9 sinnum…

Vaxtarsamningur og atvinnumál

Á dögunum var heilmikill kynningarfundur á Hólmavík þar sem AtVest kynnti starfsemi sína fyrir Strandamönnum og bauð upp á súpu. Þar kynnti Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Svanshóli sem er nýlega ráðinn verkefnastjóri AtVest og sveitarfélaganna hér á Ströndum starfsemi sína…

Öskudagur á Hólmavík

Börnin á Hólmavík létu sitt ekki eftir liggja á öskudaginn og skemmtu sér og öðrum með söng og fagnaðarlátum allan liðlangan daginn. Margir klæddust grímubúningum og fóru síðan um bæinn í hópum og heimsóttu fyrirtækin þar sem þau fengu sælgæti…

Ísafjörður – Hólmavík

Nú fer að líða að lokum tippleiks strandir.is og hver fer að verða síðastur til að láta ljós sitt skína í getspánum sem hafa birst vikulega í allan vetur. Nýliðinn að þessu sinni er Ágúst Einar Eysteinsson (Gunnarssonar á Hólmavík)….

Röðin er komin að Norðvesturkjördæmi

Aðsend grein: Kristinn H. GunnarssonRíkisstjórnin hefur ekki dregið af sér að styrkja byggð í Norðausturkjör-dæmi. Á síðasta kjörtímabili voru háðar stórar pólitískar orrustur um Eyjabakka og síðar um Kárahnjúka og að lokum tókst að fá framkvæmdaleyfi fyrir virkjunarfram-kvæmdum og ná…