Árshátíð Grunnskólans á föstudag

Árshátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn næsta föstudag kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir hjartanlega velkomnir á skemmtunina. Undirbúningur fyrir hátíðina setur svip á skólastarfið í vikunni og hefðbundin kennsla er brotin upp, sérstaklega hjá unglingadeildinni (8.-10….

Kynning á 3L Expo á Ísafirði

Sýningin 3L EXPO verður haldin í Egilshöll dagana 7.–11. september. Á sýningunni verður allt sem tengist lífi, líkama og líðan og verður hún stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Á sýningunni verða yfir 100 fræðsluerindi, auk fjölda kynninga…

Dans og tjútt fyrir fullorðna

Boðið er upp á 2-3ja kvölda dansnámskeið fyrir fullorðna á Hólmavík í þessari viku og er fyrsta kennslustundin í kvöld í Íþróttahúsinu kl. 20:00.  Þar verður kennt m.a. salsa, jive og tjútt og því um að gera fyrir alla sem áhuga…

Indriði efstur í stærðfræðikeppni

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík náðu góðum árangri í árlegri stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, en keppnin var haldin í lok febrúar. Tveir nemendur í skólanum eru meðal tíu efstu í sínum árgangi, þau Indriði Einar Reynisson sem náði besta…

Rafmagnsleysi á laugardag

Rafmagnslaust var á Ströndum á laugardagsmorgun. Viðgerðarflokkur frá Orkubúinu fór á Tröllatunguheiði til viðgerða og fann svo bilunina þar sem staur hafði brunnið nálægt spennistöðinni í Geiradal. Var hann losaður frá línunni og eftir það gat rafmagnið streymt óhindrað á…

Boðganga á skíðum á morgun

Boðgangu á vegum Skíðafélags Strandamanna verði haldin á Múlaengi í Selárdal á morgun, þann 18. mars, og hefst kl. 12:00. Keppnin verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár. Þrír eru í hverju liði, á fyrsta spretti er genginn 1…

Gunnar Logi í tippið

Spekingar helgarinnar í tippleik strandir.is eru þeir Baldur Smári Ólafsson á Ísafirði og Gunnar Logi Björnsson á Hólmavík, en Gunnar er nýliði í leiknum. Það er óhætt að segja að Baldur sé í bullandi stuði í leiknum, en fyrsta "rústið"…

Allt að verða klárt fyrir Góugleðina

Árleg góugleði Hólmvíkinga verður haldin annað kvöld og nefndarmenn eru að leggja síðustu hönd á plóginn fyrir skemmtunina. Að sögn Ingimundar Pálssonar sem er einn nefndarmanna hafa æfingar gengið vel og hann segir það vera mesta furða hvað menn eru almennt…

Námskeið um líkamsrækt

Sverrir Guðmundsson íþróttakennari og þjálfari hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur verður með fyrirlestur á Hólmavík í dag um hreyfingu, fitubrennslu, matarræði og ráðleggingar fyrir skokk og gönguhópa. Á morgun leiðbeinir hann síðan fólki í sal Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík um rétta þjálfun sem hentar hverjum…

Fólksfjöldi á Ströndum

Hagstofa Íslands hefur nú gefið út tölur um mannfjölda á Íslandi eftir sveitarfélögum og byggðakjörnum um síðustu áramót. Þar kemur fram að fólki á Íslandi fjölgaði um 2,2% á síðasta ári og hefur ekki fjölgað meira á einu ári frá…