Sparisjóðsmót í Selárdal

Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal sunnudaginn 2. apríl og hefst mótið kl. 14.00. Gengið er með frjálsri aðferð. Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaunapening fyrir sæti og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum opið. Eftir…

Gunnar Bragi – Ásdís Jóns

Nú er tippleikur strandir.is að nálgast lokatörnina. Keppendur helgarinnar eru þau Gunnar Bragi Magnússon frá Ósi og Ásdís Jónsdóttir, oft betur þekkt sem Snúlla, á Hólmavík. Spárnar gerast varla ólíkari en einmitt núna – kempurnar eru ósammála um níu leiki af…

Leitað að nýju nafni

Í kjölfar sameiningarkosninga í Hólmavíkurhreppi og Broddaneshreppi þann 11. mars. sl. hefur nú verið blásið til skoðanakönnunar um nafn á nýja sveitarfélagið. Þar gefst íbúum tækifæri til að stinga upp á nýju heiti fyrir sveitarfélagið, en sú lína hefur verið…

Lestrarkeppni þriggja skóla á Drangsnesi

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólum landsins stendur sem hæst um allt land um þessar mundir og næstkomandi föstudag kl. 14:00 verður keppni milli grunnskólanna á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Tólf nemendur frá skólunum þremur taka…

Hólmadrangur hampaði Viskubikarnum

Á sunnudaginn fylgdust Strandamenn með æsispennandi lokabaráttu í Spurningakeppni Strandamanna 2006. Stóð baráttan milli þeirra fjögurra liða sem eftir stóðu eftir 12 liða keppni sem hófst í febrúar. Keppnirnar voru allar hnífjafnar og réðust úrslit í þeim öllum í síðustu spurningum….

Myndir frá árshátíð Hólmavíkurskóla

Árshátíð Grunnskólans á Hólmavík var haldin síðasta föstudagskvöld og vakti mjög mikla hrifningu hjá þeim mikla fjölda gesta sem hana sóttu. Nemendur skólans lögðu mikla vinnu í atriðin og fóru gjörsamlega á kostum í sumum hverjum. Kolbrún Erna Pétursdóttir leikstjóri var á staðnum…

Ný símanúmer hjá embætti sýslumannsins

Á morgun þann 29. mars taka í gildi ný símanúmer hjá embætti sýslumannsins á Hólmavík og breytingin tekur einnig til símanúmera hjá lögreglunni á Hólmavík. Símanúmer embættisins eftir breytingarnar verða eftirfarandi: Sýslumaðurinn á Hólmavík, sími 455-3500 Sýslumaðurinn á Hólmavík, símbréf…

Skorað á Snúllu

Það dregur heldur en ekki til tíðinda í tippleik strandir.is á næstu helgi. Baldur Smári Ólafsson sem datt úr leiknum nú á laugardaginn fékk nefnilega þá flugu í höfuðið á skora á Ásdísi Jónsdóttur á Hólmavík að etja kappi við Gunnar…

Hugur í vestfirskum ferðaþjónum

Framsæknir ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa tekið þátt í verkefni Útflutningsráðs, Hagvöxtur á heimaslóð, sem haldið hefur verið víðsvegar um Vestfirði undanfarna tvo mánuði. Námskeiðinu var skipt upp í þrjá hluta þar sem fjallað var um markaðsfræði og markaðssetningu í ferðaþjónustu…

Viðvörun frá Veðurstofunni

Viðvörun var send frá Veðurstofunni í dag kl. 17:55 á þessa leið:Gert er ráð fyrir stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suðausturdjúpi.Veðurhorfur til kl. 18:00 á morgun á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er á þessa leið:Norðan…