Spurningakeppnin hefst á sunnudag

Nú fyrir skemmstu var dregið í fyrstu umferð í Spurningakeppni Strandamanna árið 2006, sem Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir. Tólf lið skráðu sig til leiks að þessu sinni og verður fyrsta umferðin háð nú á sunnudaginn 12. febrúar í Félagsheimilinu á Hólmavík…

Galdratákn á himni?

Í gærkvöldi sást óvenju áberandi og stór rosabaugur í kringum tunglið á björtum himninum en rosabaugar sjást stundum í kringum tunglið, en oftar þó um sólina. Á Vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um rosabauga þar sem þetta kemur fram og…

Þorrinn á Drangsnesi

Um helgina var haldið þorrablót í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi og var það virkilega vel heppnað. Þorranefndin stóð sig vel og heimasamin skemmtiatriðin slógu í gegn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Haft er á orði hér að spjallinu…

Vatnslitanámskeið á Hólmavík

Vatnslitanámskeið verður haldið á vegum Steinhússins á Hólmavík, en þar eru nú starfræktar vinnustofur. Námskeiðið stendur í 8 vikur frá 16. febrúar – 6. apríl og verður kennt á fimmtudagskvöldum frá kl. 20-22. Kennari er Lilja Sigrún Jónsdóttir á Drangsnesi….

Björgunarsveit við æfingar

Þegar tíðindamaður strandir.is var að væflast um á Hólmavík í gær rak hann augun í björgunarsveitar-menn frá Björgunarsveitinni Dagrenningu sem voru að leggja upp í æfingu á slöngubáti. Stuttu síðar rakst hann svo á sömu menn í fjörunni á Kirkjubóli og höfðu þeir…

Einn í fangageymslu

Frá því er greint á fréttavefnum mbl.is að einn hafi gist fangageymslu á Hólmavík eftir átök við lögregluþjón á Drangsnesi í nótt, en þar var þorrablót. Mun lögreglumaðurinn hafa verið hruflaður og lemstraður eftir átökin við manninn og segir á mbl.is…

Nýtt verkstæði á Hólmavík

Daníel Ingimundarson hefur stofnað fyrirtækið Bíla- og kranaþjónusta Danna ehf sem er staðsett á Hafnarbraut á Hólmavík. Fyrirtækið mun sinna öllum almennum bílaviðgerðum og dekkjaþjónustu. Auk þess hefur Daníel tekið við sem umboðsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda á Ströndum og mun þjónusta bíla…

Tveggja leikja munur!

Úrslit síðustu helgar í tippleiknum birtast óvenju seint á vefnum að þessu sinni. Það er þó sennilega allt í lagi því þeir Bjarni Ómar Haraldsson og Andri Freyr Arnarsson gerðu stórmeistarajafntefli; skildu jafnir með sjö stigum gegn sjö sem verður að teljast…

Sambandsleysi við strandir.is

Þeir sem eru í netþjónustu hjá Símanum og nokkrum öðrum netþjónustum, hafa ekki komist inn á strandir.is síðustu daga. Tölvupóstur sem sendur er úr netföngum á vegum Símans til netfanga sem enda á @strandir.is hefur heldur ekki komist til skila síðan…

Photoshop námskeið að hefjast

Næstkomandi miðvikudag, þann 8.febrúar, hefst námskeið í myndvinnsluforritinu Photoshop í Grunnskólanum á Hólmavík. Leiðbeinandi verður Kristín Sigurrós Einarsdóttir umboðsmaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarðar. Kennt verður á miðvikudags- og mánudagskvöldum klukkan 20-22, alls 15 kennslustundir eða fimm skipti. Námskeiðinu fylgir glæný íslensk kennslubók…