Síminn ögrar Strandamönnum

Samkvæmt upplýsingum sem strandir.is hefur aflað sér virðist vera sem Síminn beiti undarlegum aðferðum til að ná til sín viðskiptavinum. Um hádegisbil í gær bárust skilaboð frá sérfræðingi innan Símans að fyrirtækið hafi byrjað að bjóða ADSL tengingu á Hólmavík…

Sprettganga í Selárdal

Úrslitin úr sprettgöngunni sem haldin var á vegum Skíðafélags Strandamanna síðastliðinn sunnudag hafa verið færð inn á vef félagsins. Eins og kemur fram á vefnum var veður prýðilegt, logn og hiti um frostmark. Þátttakendur voru alls 23. Stefnt er að því að…

Skólaskemmtun á Borðeyri

Fyrir skömmu héldu börnin bæði í barna og leikskólanum á Borðeyri skemmtun í skólanum. Þessa skemmtun héldu börnin fyrir foreldra sína og aðra aðstandendur. Þemað í skemmtuninni var lífið og starfið í skólanum. Börnin voru m.a. með sýningar á sviðinu, þar…

Ekkert bólar á úrskurði

Ekkert hefur enn spurst til úrskurðar umhverfisráðherra vegna kæru á niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Í fréttum frá því í desember var haft eftir ráðuneytismönnum að það gæti dregist fram í lok janúar að…

Menningarhátíð ungs fólks á Hólmavík

Lista- og menningarhátíð sem undirbúin er og skipulögð af  unglingum í félagsmiðstöðinni Ozon er orðinn að árlegum viðburði í menningarlífi á Ströndum og er ein stærsta fjáröflun Ozon ár hvert. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í félagsheimilinu á Hólmavík…

Mikilvægt að skrá sig í skrautskriftina

Um næstu helgi, 25.-26. febrúar verður haldið skrautskriftar-námskeið í Grunnskólanum á Hólmavík ef næg þátttaka fæst. Á laugardeginum er námskeiðið frá kl. 10 að morgni til 5 síðdegis. Á sunnudeginum er námskeiðið frá kl. 1 eftir hádegi til 5 síðdegis. Mikilvægt er að…

Rjúkandi vöfflur í Steinhúsinu

Kaffi- og vöffluboð Steinhússins sem frestað var í síðustu viku verður í staðinn í dag kl.17.00-19.00. Öllum er velkomið að kíkja við og skoða húsið og fá sér kaffisopa og vöfflur með. Þrjár listakonur, þær Ásta Þórisdóttir, Dagrún Magnúsdóttir og…

Síminn dregur úr þjónustu

Samkvæmt heimildum strandir.is verður þjónustumiðstöð Símans á Sauðárkróki opin út þessa viku, en starfsfólki þar hefur verið sagt upp. Í lok janúar tilkynnti Síminn um skipulagsbreytingar með áform um að breyta verslunarrekstri sínum og hætta þar með beinum verslunarrekstri á…

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa 4. mars

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 4. mars í Kiwanishúsinu, Engjateig 11, í Reykjavík. Hátíðin hefst kl.19 og er reiknað með að borðhald hefjist hálftíma síðar. Veislumáltíð verður á boðstólum og hinn síungi söngvari Ragnar Bjarnason skemmtir ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni. Að borðhaldi loknu…

Formúlutímabilið nálgast

Nú líður að því að keppni hefjist í Formúlu 1 og eru ökumenn við æfingar út um allan heim. Allmargir Strandamenn fylgjast grannt með þessari keppni og taka þátt í Liðstjóraleik formula.is. Þar keppa allmargir Strandamenn saman og sín á milli…