Öskudagsball á Hólmavík

Foreldrafélög Grunnskólans og Leikskólans á Hólmavík standa fyrir Öskudagsballi í félagsheimilinu á Hólmavík á morgun kl. 17:00, en þá er einmitt öskudagur. Þar mæta öll börnin í grímubúningum, væntanlega södd og sæl eftir sælgæti sem þau fá í fyrirtækjaheimsóknum yfir…

Bolludagur í Drangsnesskóla

Nemendur yngstu deildar í Drangsnesskóla lögðu skólabækurnar aðeins til hliðar í gær og bökuðu bollur í tilefni bolludagsins. Ekki var nóg með að þau gæddu sér síðan á góðgætinu heldur buðu þau nemendum og kennurum skólans með sér og leikskólanum…

Námskeið í stafsetningu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða með Smára Haraldsson í fararbroddi hefur á undanförnum árum verið að efla mjög starfsemi sína á Ströndum. Í vetur hefur verið haldið ljósmyndanámskeið, skrautskriftarnámskeið og Photoshop námskeið sem öll hafa verið kennd á Hólmavík. Einnig stendur til að…

Byggingar við norðanverðan Steingrímsfjörð

Tíðindamaður strandir.is eyddi sólskinsdeginum í gær við að mynda byggingar í Bjarnarfirði og við norðanverðan Steingrímsfjörð og bæta við ljósmyndasafn vefjarins. Ekkert hús varð útundan nema ef vera skyldi nokkur á Drangsnesi og kannski önnur mjög vel falin. Í myndasafni…

Ljóðasamkeppni fyrir ungt fólk

Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, efnir til ljóðasamkepni fyrir ungt fólk á aldrinum 9-16 ára. Héraðsbókasafn Strandasýslu er eitt af söfnunum sem tekur þátt í þessu verkefni og öllum grunnskólum og börnum á þessum aldri á Ströndum er boðið…

Landbúnaðarráðherra á Ströndum

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er framsögumaður á fundi sem haldinn verður á Café Riis annað kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. Um er að ræða fund um landbúnaðar- og þjóðmál sem haldinn er á vegum Félags ungra framsóknarmanna í Dalasýslu og Strandasýslu og…

Góð þátttaka í yngri flokkum

Úrslitin úr móti Skíðafélags Strandamanna sem haldið var í Selárdal á laugardaginn eru komin inn á vefsíðu Skíðafélagsins. Veður var gott logn, hiti um frostmark og sólskin með köflum. Þátttaka var góð sérstaklega í flokkum yngri en 10 ára, en…

Þokubakkar á bolludaginn

Í dag er bolludagurinn, ungum og öldnum til mikillar gleði. Á Hólmavík er ekkert bakarí, en þar hefur sá siður fest í sessi að á bolludagurinn stendur Foreldrafélag Grunnskólans fyrir fjáröflun. Foreldrar baka bollur í sjálfboðavinnu og hittast að morgni bolludagsins…

Baldur í stuði

Baldur Smári Ólafsson hafði betur í keppni dagsins í tippleik strandir.is. Hann lagði Kolbein Jósteinsson í æsispennandi keppni með níu stigum gegn átta. Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en í síðasta leik dagsins, Newcastle – Everton, en þar vann Nýkastalinn…

Fósturtalning í ám

Fyrir fáum árum var farið að telja fóstur í ám hér á landi. Er þetta gert til að hægt sé að koma  við hæfilegri fóðrun með tilliti til frjósemi ánna, en þá eru ærnar fóðraðar miðað við fjölda fóstra. Einnig…