Skráning í Spurningakeppnina

Nú líður að Spurningakeppni Strandamanna og er óskað eftir skráningum frá félögum og vinnustöðum í netfangið saudfjarsetur@strandir.is. Nú þegar hafa 6 lið skráð sig til leiks og vonast er til að þau verði orðin 16 á miðvikudaginn þegar lokað verður…

Minnt á félagsvistina

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík vill minna á félagsvist sem haldin verður í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir til að spila og er vonast til að aðsókn verði góð. Aðgangseyrir er…

Sameiningarkosningar?

Sameiningarkosningar?

Óstaðfestar fréttir herma að kosið verði um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps á næstu mánuðum. Engar formlegar upplýsingar um gang viðræðna milli sveitarfélaganna hafa þó verið birtar, svo ritstjórn strandir.is sé kunnugt um. Í kosningum í haust samþykktu íbúar Broddaneshrepps stærri…

Rússarnir næstir

Fyrst að aðrir fjölmiðlar hér á landi eru ekki enn búnir að upplýsa alþjóð um framhaldið í Evrópukeppninni í handbolta, ákvað ritstjórn strandir.is að verða fyrst með þær fréttir. Í milliriðlum með Íslandi (3 stig) keppa Rússar (4), Danir (3), Króatar (2),…

Tippleikstjóri í lukkupottinum

Tippleikstjóri í lukkupottinum

Í ljós kom að stjórnandi tippleiksins hér á strandir.is hafði dottið í lukkupottinn þegar úrslitin í leikjum dagsins og getraunaseðillinn lá ljós fyrir. Kom þá í ljós að Arnar S. Jónsson var annar af tveimur Íslendingum sem hafði 13 leiki rétta…

Hægt að velja fram á hádegi á morgun

Val lesenda strandir.is á Strandamanni ársins 2005 hefur staðið yfir síðustu tvær vikur. Fyrri vikuna fóru fram tilnefningar og þessa viku hefur verið hægt að velja á milli þeirra þriggja einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar lesenda. Hægt er að taka þátt í valinu…

Jeppafært í Árneshrepp

Allir vegir á Ströndum eru nú greiðfærir, nema að jeppafært er í Árneshrepp. Leiðin þangað er varasöm og eru menn hvattir til að sýna ítrustu varúð. Vegagerðin opnaði veginn þann 23. janúar. Mikil svellalög eru á leiðinni norður og jafnvel…

Hlýindi á Ströndum

Það hefur verið hlýtt í veðri á Ströndum sem annars staðar á landinu frá 22. janúar og mjög hlýtt undanfarna þrjá daga, eins og nánar má fræðast um á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Hiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík komst í 9,3 stig í gær, enn þá var…

Heiða í Eurovision?

Söngvakeppni Sjónvarpsins stendur nú sem hæst og er búið eitt af þremur undanúrslita-kvöldum. Sigurlagið í þessari keppni tekur síðan þátt í Eurovision keppninni í vor, en áhorfendur velja sigurvegann í símakosningu. Á laugardagskvöldið verður næsta undanúrslitakeppni í beinni hjá Sjónvarpinu…

Ökumaður sýknaður af ölvunarakstri

Frá því segir á mbl.is að sýslumaðurinn á Hólmavík höfðaði mál á hendur manni fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis um Drangsnesveg, allt þar til bifreiðin stöðvaðist í skurði utan vegar skammt norðan við Drangsnes. Hinn ákærði var síðan…