Fyrstu skrefin við búskapinn

Fyrstu skrefin við búskapinn

Gamlar ljósmyndir. Í safni Sauðfjárseturs á Ströndum eru fjölmargar skemmtilegar ljósmyndir. Hér birtum við eina slíka þar sem Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum er að taka sín fyrstu skref við búskapinn, líklega heima á Klúku. Nú er framundan mikið skráningarátak hjá…

Áramótabrenna á Drangsnesi

Á gamlárskvöld kl. 18.00 verður kveikt í brennu á Mýrarholtinu fyrir ofan þorpið á Drangsnesi og eru allir hjartanlega velkomnir á staðinn. Auk þess mun Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi standa fyrir stórglæsilegri flugeldasýningu á sama tíma.

Flugeldasala í Bæjarhreppi

Flugeldasala í Bæjarhreppi verður með þeim hætti þetta árið að hægt verður að panta flugelda hjá Hannesi á Kolbeinsá í síma 451-0090 og verða þeir svo keyrðir út föstudagskvöldið 30. desember. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á bíl fyrir Bæjarhreppsflokk…

Gamlársmót í innanhúsbolta

Gamlársdagsmót í innanhúsbolta verður haldið öðru sinni í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík nú á gamlársdag. Hefst mótið kl. 11:00 um morguninn og eru lið og einstaklingar sem vilja vera með hvattir til að mæta á svæðið, en þeir sem ekki tilheyra ákveðnu…

Þróun fasteignaverðs

Þróun fasteignaverðs

Aðsend grein: Jón Fanndal, Ísafirði Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir sem jafnframt er byggðamálaráðherra hefur látið gera skýrslu um þróun fasteignaverðs á Íslandi sem nær yfir tímabilið frá 1990–2004. Skýrsla þessi var birt 13. desember 2005. Þessi skýrsla er kolsvört hvað…

Atvinna í boði fyrir heimilishjálp

Hólmavíkurhreppur hefur auglýst eftir starfsmanni í afleysingar við heimilishjálp frá og með 2. janúar 2006. Reiknað er með um 30-40% starfshlutfalli og starfsmaðurinn þarf að hafa bifreið til umráða. Laun verða greidd samkvæmt kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FosVest)…

Flugeldasala á Drangsnesi

Flugeldasala Björgunar-sveitarinnar Bjargar á Drangsnesi verður í húsi Björgunar-sveitarinnar á Grundargötu dagana 29.-31. desember. Fimmtudaginn 29. des. verður opið frá 16-18, föstudaginn 30. des. frá 16-18 og laugardaginn 31. des frá 13-16. Allir sem vettlingi geta valdið og hafa aldur til flugeldakaupa eru hvattir til að…

Kristján vann – Siggi Marri næstur

Það er óhætt að segja að jólaseðillinn þetta árið hafi verið frekar strembinn og mikið um óvænt úrslit. Þeir Kristján Sigurðsson og Jóhann Áskell Gunnarsson stóðu sig því furðu vel miðað við erfiðar aðstæður og náðu að raka inn slatta…

Flugeldasala á Hólmavík

Árleg flugeldasala Björgunarsveitar- innar Dagrenningar á Hólmavík verður í Rósubúð, Höfðagötu 9 á Hólmavík, og opnar á morgun. Góð veðurspá er fyrir gamlárskvöld, flugeldasýningar og brennur, þannig að búast má við góðri sölu. Söludeildin verður opin sem hér segir: Fimmtudaginn 29. des….

Tenglarnir uppfærðir

Þessa dagana er verið að uppfæra tenglasíðurnar á strandir.is. Við bendum fólki á að láta okkur vita um síður sem það vill að við bætum á listann. Það á jafnt við um tengla á blogg- og heimasíður einstaklinga, börn á…