Hólmavík vettvangur glæpasögu

Spennusagan Þriðja táknið, sem er frumraun rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur á sviði glæpasagna, er í öðru sæti á metsölulista síðustu viku. Galdrasýning á Ströndum kemur talsvert við sögu í bókinni en upphaf sögunnar er að lík af ungum manni finnst í Reykjavík haustið…

Nýr snjómokstursbíll í Bæjarhrepp

Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá sem hefur verið með snjómoksturinn, hálkuvarnirnar og vetrareftirlitið í Bæjarhreppi um nokkra ára skeið, hefur endurnýjað bílinn sem hann hefur notað við þetta. Nýi bíllinn er Ford F350 Pic-up dísel. Þetta er burðameiri bíll en sá…

Vöfflur á jólamarkaðinum

Nú er farið að styttast í jólin og á jólamarkaðinum í Félagsheimilinu á Hólmavík verður í dag boðið upp á vöfflur, sultu og rjóma með kaffinu á milli þrjú og fjögur. Markaðurinn sjálfur er opinn frá 2-6. Þar sem skemmtikraftaveiðarnar hafa ekki…

Fjör hjá Ozon

Í haust hefur verið blómlegt starf hjá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík. Bjarni Ómar Haraldsson hefur verið ungmennunum til aðstoðar líkt og undanfarna vetur, en hann hefur undanfarin misseri stundað nám í tómstundafræðum. Haustið hjá Ozon hófst með hefðbundnum hætti. Kosið…

Aðventutipp

Þeir Smári Gunnarsson og Jón Eðvald Halldórsson mætast í tippleik strandir.is á laugardaginn, aðra helgina í röð. Kapparnir gerðu jafntefli á síðustu helgi, 8-8, og því er líklegt að baráttan verði í algleymingi á laugardaginn. Þeir eru afar sammála í…

Jólaljósin lýsa

Allnokkuð er síðan Strandamenn byrjuðu af kappi að skreyta hús sín og garða með margvíslegum jólaljósum. Ingimundur Pálsson, sérlegur ljósmyndari strandir.is, fór í skoðunarferð um Hólmavík í dag og smellti myndum af nokkrum húsum sem eru komin í jólabúninginn. Þær…

Jólalag eftir tengdason Stranda

Út er komið nýtt jólalag með Hildi Völu Idolstjörnu sem heimsótti okkur Strandamenn í sumar og kom fram á tónleikum Jóns Ólafssonar í Hólmavíkurkirkju. Lagið heitir "Gleðileg jól" og er höfundur þess Trausti Bjarnason og höfundur textans er systir hans Ragnheiður…

Hagvöxtur á heimaslóð – Strandir

Nú stendur sem hæst skráning í þróunarverkefnið Hagvöxtur á heimaslóð – Vestfirðir og Strandir. Um er að ræða þróunarverkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á afmörkuðu landssvæði. Verkefnið á Vestfjörðum og Ströndum hefst með 3ja daga vinnufundi 13.-15. janúar næstkomandi. Annar vinnufundur verður haldin…

Fréttir af Kór Átthagafélagsins

Töluverðar fréttir eru af Kór Átthagafélags Strandamanna þessa dagana. Undanfarið hefur kórinn unnið að því að taka upp efni á geisladisk sem ætlunin er að gefa út með vorinu. Upptökur hófust síðasta vor í Langholtskirkju og koma ýmsir listamenn til…