Kvikmynd um fjallaferðir í Árneshreppi

Um næstu helgi hefst sala kvikmyndarinnar Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum en  myndin hefur verið í vinnslu undanfarin ár hjá Pálma Guðmundssyni frá Bæ og Vilhjálmi Knudsen kvikmyndagerðarmanni. Upphaflega stóð til að myndin yrði tilbúin fyrir einu ári en af ýmsum…

Félag Árneshreppsbúa heldur aðalfund

Aðalfundur félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 14:00 í Bræðraminni, Kiwanishúsinu, Engjateig 11, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Að fundi loknum verður hefðbundið kaffihlaðborð félagsins þar sem fundargestir geta borðað af kræsingunum…

Hingað og ekki lengra

Hingað og ekki lengra

Aðsend grein: Sigurjón Þórðarson Það dylst engum sem fer um sjávarbyggðir landsins að kvótakerfið hefur leikið byggðirnar grátt. Kerfi sem upphaflega var komið á til þess að byggja upp þorskstofninn. Það markmið hefur ekki gengið eftir enda vafamál hvort að þessi…

Hvalavaða á Steingrímsfirði

Mikil fjöldi stórhvala hefur haldið sig á Steingrímsfirði í dag og mikill hamagangur átt sér stað úti á firðinum, þar sem hægt var að fylgjast með þeim úr nokkurri fjarlægð að stökkva og blása. Nokkrir Hólmvíkingar fóru í hvalaskoðunarferð í…

Leikirnir vaktir til lífsins

Tæknideildin hjá strandir.is hefur látið nokkuð til sín taka hér á vefnum undanfarið. Í gær var opnað nýtt Atburðadagatal fyrir Strandir og í morgun var opnuð ný gestabók og um leið var lokað fyrir þá gömlu sem hefur verið í formi spjallþráðs….

Kvenmaður í tippleikinn

Um helgina verður brotið blað í tippleik strandir.is, en þá verður kvenmaður þátttakandi í fyrsta skipti. Jón Jónsson, sem féll út úr tippleiknum um síðustu helgi eftir frábært gengi, skoraði á systurdóttur sína Guðmundínu Arndísi Haraldsdóttur (Gummó) að etja kappi við…

FTF dreift í sveitirnar á morgun

Fréttablaðinu Fréttirnar til fólksins sem er gefið út af Hólmavíkurhreppi var dreift á Hólmavík fyrir síðustu helgi. Blaðið hefur ekki enn farið í dreifingu út fyrir kauptúnið vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna. Að sögn Kristínar S. Einarsdóttur ritstjóra FTF verður bætt úr…

Snjóþungt í Árneshreppi

Talsverður snjómokstur hefur verið í Árneshreppi undanfarna daga og hefur hjólaskóflan sem Árneshreppur fékk í sumar verið í talsverðri notkun. Hjólaskóflan sem er af gerðinni Komatsu var innflutt frá Þýskalandi en eldri hjólaskóflan bilaði alvarlega í vor í síðustu snjómokstrunum….

Hvað er að gerast á Ströndum?

Tekið hefur verið í notkun nýtt atburðadagatal hér á strandir.is sem er að finna efst í neðri tenglaröðinni á vinstri hönd. Þar verður í framtíðinni hægt að sjá hvað er framundan í héraðinu hvort sem um íþróttamót er að ræða,…

Góðar gjafir frá Lionsklúbbnum

Í nýútkomnu fréttabréfi Lionsklúbbs Hólmavíkur kemur fram að nýverið afhenti klúbburinn Heilbrigðis-stofnuninni á Hólmavík kvenskoðunarbekk sem kostaði 460 þúsund. Söfnunin fyrir þessum bekk stendur enn yfir og þeim sem áhuga hafa á að styrkja verkefnið er bent á Jón E….