Lánsþörf Hólmavíkurhrepps endurmetin

Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps þann 8. nóvember síðastliðinn var lánsþörf hreppsins vegna framkvæmda á árinu 2005 endurmetin. Virðist hafa komið í ljós að framkvæmdir yfirstandandi árs hafi kostað töluvert meira en að var stefnt. Í fundargerðinni segir að lagt hafi verið…

Hreppsnefndir ræðast við

Í fréttabréfi Hólmavíkurhrepps er birt fundargerð frá hreppsnefndarfundi 8. nóvember, en þar kemur fram að nefndin hefur tekið jákvætt í erindi Broddaneshrepps um viðræður um hugsanlega sameiningu hreppanna. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Haraldur…

Smári glímir við Nonna

Á morgun fer fram 14. umferð tippleiks strandir.is, en þá mætast þeir Smári Gunnarsson og Jón Eðvald Halldórsson. Smári vann frækinn sigur á Höskuldi B. Erlingssyni á síðustu helgi og Höskuldur greip þá til þess ráðs að skora á frænda…

101 ný vestfirsk þjóðsaga

Út er komið hjá Vestfirska forlaginu áttunda bindið af hinum landsþekktu þjóðsögum um Vestfirðinga, lífs og liðna, í ritröð Gísla Hjartarsonar ritstjóra á Ísafirði. Í fréttatilkynningu segir: "Þjóðsögurnar hafa gersamlega slegið í gegn á Vestfjörðum undanfarin sjö ár. Hafa fyrri…

Ályktað um lögreglumál

Í fundargerð frá fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps 8. nóvember sem nú hefur komið fram í dagsljósið í ritinu Fréttirnar til fólksins kemur fram að hreppsnefnd ályktaði þá um nýskipan lögreglumála á landinu. Samþykkt var formlega að senda ályktunina til dómsmálaráðherra, þingmanna kjördæmisins og formanni nefndar…

Byggðastofnun á brauðfótum

Aðsend grein: Kristinn H. GunnarssonÍ vikunni kom fram í fréttum að Byggðastofnun er fjárhagslega aflvana. Eigið fé stofnunarinnar er komið niður fyrir tilskilin mörk og stjórnin ákvað, þegar það var ljóst, að hætta lánveitingum þar til úr hefur verið bætt….

Hólmavíkurhreppur krafinn skýringa

Í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöld kom fram að Félagsmála-ráðuneytið hefur krafið 11 sveitarfélög á landinu um skýringar á hallarekstri þess á síðasta ári. Í þessum hópi er Hólmavíkurhreppur. Önnur sveitar- og bæjarfélög sem fá sambærilega fyrirspurn eru  Ísafjarðarbær, sveitarfélagið Skagafjörður, Bláskógabyggð,…

Vegagerðin kærði úrskurð Skipulagsstofnunar

Nú hefur komið á daginn að ein kæra barst vegna úrskurðar Skipulags-stofnunnar um mat á umhverfisáhrifum vegna vegagerðar um Arnkötludal og Gautsdal. Kæran sem barst er samkvæmt upplýsingum Umhverfisráðuneytis frá Vegagerðinni. Ekki liggur fyrir um hvað kæran snýst, en hægt er að geta sér þess til…

Sýslumaður skiptir um embætti

í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag segir að ráðherra hafi ákveðið að Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, verði flutt í embætti sýslumannsins í Búðardal. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík. Ákvarðanirnar öðlast gildi frá…

Styrkir til nágranna Strandamanna

Fjölmörg verkefni um land allt fá styrki á fjárlögum og í þessum pistli ætlum við að nefna dæmi um ýmis verkefni sem eru styrkt hjá nágrönnum okkar Strandamanna í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar. Nefnd eru dæmi um verkefni í Dölum, Barðastrandarsýslum,…