Þokkaleg mæting á Borðeyrarfundinn

Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn kynningarfundur á Borðeyri vegna kosninga til sameiningar Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Er þetta annar almenni fundurinn sem haldinn er á Borðeyri í þessu sambandi og sá fjórði í heild en tveir fundir hafa verið haldnir á…

Hvalveiðistöð frá 17. öld grafin upp

Undanfarna viku hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á Strákatanga í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. Verið er að grafa könnunarskurði og kanna búsetu baskneskra hvalveiðimanna á Ströndum. Um er að ræða samvinnuverkefni Strandagaldurs og Náttúrustofu Vestfjarða sem kallast Hvalveiðar Baska á Íslandi…

Útskrifaður af gjörgæslu

Maðurinn sem slasaðist þegar hann hrapaði í smalamennsku í Bitrufirði í gær, hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Samkvæmt mbl.is er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis og maðurinn á batavegi. Maðurinn handleggsbrotnaði við fallið og hlaut áverka á rifbeinum og lungum,…

Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara á Hólmavík hefst næstkomandi þriðjudag, kl. 14:00. Að þessu sinni verður félagsstarfið til húsa í Félagsheimilinu á Hólmavík. Félagsstarfið er opið öllum eldri borgurum, en þar hittast menn vikulega, vinna að margvíslegu föndri, drekka kaffi, spila og spjalla saman….

Hrafnkels saga á Hólmavík

Í vikunni kom Stopp-leikhópurinn með sýningu sem byggir á Hrafnkels sögu Freysgoða til Hólmavíkur.  Valgeir Skagfjörð gerði leikgerðina upp úr þessari þekktu Íslendingasögu. Leikhópurinn, sem samanstóð af Eggerti Kaaber (sem er af Ennisættinni) og Sigurþóri A. Heimissyni, sýndi í Félagsheimilinu á Hólmavík og mættu…

Fleiri réttarmyndir úr Bæjarhreppi

Á dögunum birtum við réttar- og smalamyndir úr Bæjarhreppi hér á strandir.is – þær er hægt að nálgast undir þessum tengli. Þegar þessar myndir birtust gleymdist að geta þess að ljósmyndarar voru fleiri en einn og er beðist velvirðingar á…

Andarnefja í öll mál

Fyrir nokkru sögðum við frá því hér á vefnum að hval hefði rekið á Gálmaströnd. Þar var um að ræða andarnefju sem virtist dauð fyrir allnokkru. Síðan þá hefur verið veisla hjá margvíslegum fuglategundum á ströndinni og hvalur í öll mál….

Skiptiborð fyrir konur og karla

Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði komst í fréttirnar í vikunni. Könnun sem gerð var síðastliðið sumar á aðstöðu og jafnrétti kynjanna, leiddi m.a. í ljós að Brúarskáli er eini söluskálinn við hringveginn þar sem er skiptiborð bæði á kvenna- og karlasalerninu. Vert er…

Alvarlegt slys í smalamennsku

Alvarlegt slys varð í Bitrufirði í dag. Maður sem var við smalamennsku í klettum ofan við bæinn Þórustaði hrapaði og er talinn mikið slasaður. Sjúkrabíll frá Hólmavík flutti manninn af stað suður og síðan kom þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á móti sjúkrabílnum upp á Holtavörðuheiði og flutti…

Húsfyllir á söngvarakeppninni

Mikið fjölmenni sótti fyrri söngvarakeppnina á Café Riis í gærkvöldi þar sem 15 söngvarar öttu kappi. Gríðarleg stemmning er fyrir keppninni á Ströndum en húsfyllir var og skemmtu gestir sér hið besta. Frammistaða allra söngvaranna var glæsileg og menn höfðu á orði að það væri ekki…