Leiklistarnámskeið á Ströndum

Dagana 7.-11. nóvember mun Arnfirðingurinn Elvar Logi Hannesson halda almennt leiklistarnámskeið á Hólmavík. Kennd verður öndun, framsögn og fleira sem tilheyrir leiklistinni. Kennt verður 5 kvöld í röð. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og í dreifibréfi Leikfélags…

Víst er vídeóleiga á Ströndum!

Í framhaldi af frétt hér á strandir.is um að síðasta vídeóleigan á Hólmavík og líklega á Ströndum hafi lokað í haust, hefur komið í ljós að vissulega er slík leiga enn starfandi í héraðinu. Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar hefur rekið litla vídeóleigu…

Munu taka upp hætti farfuglanna

Öllum hefðbundnum búskap hefur verið hætt á Munaðarnesi í Árneshreppi sem hefur verið nyrsti bær í heilsársbyggð á Ströndum um langt árabil. Hjónin Guðmundur G. Jónsson og Sólveig Jónsdóttir hafa flutt á Grundarfjörð en þau felldu mestallt fé í fyrrahaust…

Kór Hjallakirkju í heimsókn

Um síðustu helgi heimsótti kór Hjallakirkju í Kópavogi Strandir og hélt tónleika í Hólmavíkurkirkju. Var skemmtunin ágætlega sótt og tókust tónleikarnir afbragðs vel. Kórinn gaf sér góðan tíma, fór fínt út að borða á Café Riis og skoðaði svo Galdrasýninguna á Hólmavík…

Fréttirnar til fólksins

Nú á föstudaginn kom út fréttablað frá Hólmavíkurhreppi, Fréttirnar til fólksins, en nokkur hlé hefur verið á útgáfu þess. Um er að ræða 8 síðna ljósritað blað þar sem finna má margvíslegar fréttir og auglýsingar, auk þess sem þrjár fundargerðir hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps…

Árshátíð Hólmavíkurhrepps 5. nóv.

Framundan er árshátíð starfsmanna Hólmavíkurhrepps, en hún verður haldin laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á steikarhlaðborð og eftir borðhald og skemmtun mun hljómsveitin Skógarpúkarnir úr Reykhólasveit leika fyrir dansi. Ballið er opið öllum. Miðaverð er kr. 4.000.- og…

Eina vídeóleigan hætt

Eina vídeóleigan á Hólmavík og líklega á Ströndum öllum, Vídeóleiga Alfreðs og Jóa, hætti starfsemi nú í haust. Hún var í samstarfi við vídeóleigu syðra og er nú búið að pakka niður spólunum og skila þeim. Er því orðið býsna…

Sigurganga Jóns stöðvuð!

Óralangri sigurgöngu Jóns Jónssonar í tippleik strandir.is lauk í dag. Það var Drangsnesingurinn Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi sem hafði betur í viðureign dagsins; vann með 5 réttum gegn 4 réttum hjá Jóni. Jóni eru færðar bestu þakkir fyrir þátttökuna,…

Minkasíur í Broddaneshrepp

Reynir Bergsveinsson frá Gufudal sem þekktur er fyrir uppfinningar sínar tengdar minkaveiðum var nýlega á ferðinni á Ströndum. Aðalerindi ferðarinnar var að setja niður nokkrar minkasíur við ár í Broddaneshreppi, en á Ströndum eru einnig minkasíur við Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Reynir notaði…

Óveður í Árneshreppi

Veður varð mjög slæmt í Árneshreppi á Ströndum í gær, en í morgun var farið að draga úr vindi, en talsverð snjókoma ennþá. Vindmælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sýndu 19 m/s í jafnavind og upp í 23 m/s í mesta vind í gærkvöld…