Ljósmyndanámskeið á Hólmavík

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir 3ja daga námskeiði í ljósmyndun á stafrænar myndavélar á Hólmavík dagana 23.-25. september nú í haust. Leiðbeinandi verður Pálmi Guðmundsson hjá www.ljosmyndari.is. Á námskeiðinu verður farið yfir allar helstu stillingar á myndavélum og kafað í hvernig ná…

Námskeið fyrir fréttaritara

Á ritstjórnarfundi strandir.is á dögunum var farið yfir starfsemi vefjarins þessa fyrstu 8 mánuði sem hann hefur verið í loftinu og rætt um leiðir til að efla þennan fréttamiðil. Meðal þeirra leiða sem ætlunin er að fara er að bjóða…

Kotbýli kuklarans gengur vel

Góður gestagangur hefur verið í Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði frá því þessi annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum opnaði þann 23. júlí sl., en um 1000 gestir hafa heimsótt sýninguna. Nú eru að verða síðustu forvöð að berja sýninguna augum á þessu…

Tilboð opnuð í veg um Svansvík

Í dag voru opnuð tilboð í vegagerð á Djúpvegi (nr. 61) um Svansvík við Djúp. Um er að ræða ný- og endurlögn Djúpvegar á um það bil 3,6 km kafla frá Svansvík að Rauðagarði auk lagfæringa á vegamótum Vatnsfjarðarvegar og…

Rjúpnaveiðar leyfðar í haust

Í dag kynnti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra reglugerð um rjúpnaveiðar haustið 2005. Til að draga úr sókn í rjúpuna þegar veiðar verða leyfðar aftur nú í haust eftir friðun, verður sett sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðir. Þá verður veiðitímabilið stytt…

Rottur krufnar á Hólmavík

Óvenjulegt verkefni beið nemendanna í 10. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík þegar þau mættu þar til vinnu í morgun. Kristján Sigurðsson líffræðikennari mætti í kennslustundina með þrjár rottur og verkefni nemendanna var að kryfja þær og kanna þar með innviði spendýra….

Leiklistarnámskeið í nóvember

Í kaffiboði Leikfélags Hólmavíkur og Sauðfjársetursins í Sævangi í gær kom fram að lögð hafa verið drög að því að fá Elvar Loga Hannesson leikara og leikstjóra til að halda leiklistarnámskeið á Ströndum í haust og hefur nóvembermánuður verið nefndur…

Nemendur í skólabúðir

Nemendur í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík héldu í morgun í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði. Þar ætla þeir að dvelja með kennara sínum alla vikuna í heimavist. Mikil tilhlökkun ríkti meðal krakkanna út af vistinni í skólabúðunum,…

Jafntefli í fyrstu tilraun!

Tippararnir Þröstur Áskelsson og Jón Jónsson skildu hnífjafnir í fyrstu umferð tippleiks strandir.is nú fyrr í dag með 6 leiki rétta hvor. Þeir þurfa því að eigast við aftur á næstu helgi, en þá mun getraunaseðillinn samanstanda af landsleikjum. Þröstur…

Leikfélagi Hólmavíkur boðið í kaffi

Sauðfjársetrið í Sævangi hefur ákveðið að bjóða félögum í Leikfélagi Hólmavíkur í kaffi, kleinur og snúða, í Sævangi á morgun, sunnudaginn 28. ágúst kl. 16:00. Allir virkir leikfélagar sem hafa tekið þátt í starfi félagsins síðustu árin eru hjartanlega velkomnir og líka…