Bókasafnið í sumarfrí

Síðasti opnunardagur Héraðsbóksafnsins í Grunnskólanum á Hólmavík fyrir sumarfrí er nú á fimmtudagskvöldið 28. júlí frá kl. 20:00-21:00. Síðan verður bókasafnið lokað fram til 25. ágúst þegar hefðbundinn opnunartími yfir veturinn hefst. Þá er opið fyrir hádegi frá 8:40-12:00 alla skóladaga og frá…

Bilun í netföngum

Öll netföng sem enda á @strandir.is eru biluð og póstur sem sendur er á þau kemst ekki til skila. Þannig hefur staðan verið síðan á sunnudag og engin svör hafa fengist frá hýsingaraðila vefjarins um hvenær viðgerð ljúki. Í millitíðinni…

Þekkir þú fuglinn?

Meðal þeirra staða á Ströndum sem eru tilvaldir til heimsækja til fuglaskoðunar er Bjarnarfjörður á Ströndum. Þar er fuglalífið fjölskrúðugt og gaman að fylgjast með hegðun fuglanna, atferli og framkomu. Ritstjóri strandir.is var á ferð um Bjarnarfjörðinn í gær og smellti af…

Eldur í íbúðarhúsi á Kolbeinsá

Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar kviknaði í íbúðarhúsi  þeirra Hannesar Hilmarssonar og Guðbjargar Jónsdóttur á Kolbeinsá í Hrútafirði eftir hádegi í gær. Eldsupptök báru að með þeim hætti að feitispottur sem var á eldavélinni ofhitnaði, með þeim afleiðingum…

Kotbýli kuklarans afreksverk

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs opnaði Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði formlega s.l. laugardagskvöld en Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. Hátt í tvö hundruð manns voru við opnunina og skemmtu sér vel. Einar segir…

Komnir á Blönduós

Göngugarparnir Bjarki Birgisson, sundþjálfari, og Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi í Kollafirði, komu til Blönduóss í morgun, en þeir Bjarki og Guðbrandur ganga nú hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni Haltur leiðir blindan. Bjarki er hreyfihamlaður og Guðbrandur er nærri blindur….

Diskótek og dansiball

Framundan er verslunarmanna-helgin með öllu sínu fjöri og hátíðahöldum og ætla Árneshreppsbúar ekki að slá slöku við í skemmtanahaldinu. Á föstudaginn er dansleikur í Árnesi með hljómsveitinni BG frá Ísafirði og á laugardag verður síðan diskótek á sama stað. Það…

Truflanir á strandir.is

Truflanir hafa verið á starfsemi strandir.is undanfarna daga vegna bilana í servernum þar sem vefurinn er geymdur. Verið er að vinna í biluninni og hluti vefjarins er kominn í gagnið á ný. Fréttir og tilskrif síðustu 12 vikna er þó enn…

Bilun hjá hýsingaraðila

Veruleg bilun hefur orðið hjá hýsingaraðila vefjarins strandir.is og óljóst hvernig gengur með viðgerðir. Öll netföng sem enda á @strandir.is eru líka óvirk og póstur sem sendur er á þau kemst ekki til skila. Þetta er annað verulega áfallið sem vefurinn verður…

Kotbýlið opnað í kvöld

Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum og hefur verið í byggingu og þrótun frá árinu 2001. Unnið hefur verið við verkefnið með hléum, allt eftir efnum hverju sinni. Síðustu vikur hafa galdramenn einbeitt sér að sýningunni…