Bílslys í Steingrímsfirði

Bílslys varð við bæinn Grænanes við norðanverðan Steingrímsfjörð í gær. Bíll fór þar út af vegi og valt, svo lítilsháttar meiðsli hlutust af. Fimm voruí bílnum sem valt eina veltu. Rétt er að hvetja menn til að fara varlega í umferðinni um helgina. Bæði…

Enn verða óhöpp í Hrútafirði

Helgin fór fremur illa af stað fyrir suma sem leið áttu fyrir botni Hrútafjarðar. Í gærkvöldi fór fólksbíll út af skammt fyrir sunnan Brú og laust eftir hádegið í dag varð árekstur við brúna yfir Síká. Jeppabifreið var stöðvuð við austari…

Stórdansleikir á Ströndum

Í kvöld verður heilmikill dansleikur í félagasheimilinu Árnesi í Trékyllisvík þar sem hljómsveitin BG frá Ísafirði leikur fyrir dansi. Böll í Trékyllisvík eru rómuð fyrir fjör og gleðskap. Annað kvöld verður síðan stórdiskótek á sama stað og á laugardagskvöldið treður trúbadorinn…

Umferðaróhapp í Hrútafirði

Í gærkvöldi fór fólksbíll útaf skammt sunnan við Brú. Þar sem óhappið varð er beygja og brekka. Þetta hefur löngum verið varasamur staður og hafa orðið svipuð óhöpp þar fyrr. Ekki bætti úr skák að lausamöl er í beygjunni og…

Göngugarparnir í Brú í kvöld

Göngugarparnir Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi í Kollafirði og Bjarki Birgisson sundþjálfari gengu frá Laugabakka í morgun og stefnan er tekin á Brú í Hrútafirði í kvöld. Á morgun ganga þeir félagar svo um þann hluta Strandasýslu sem tilheyrir hringveginum, frá Brú…

Bogi og Örvar dafna vel

Heimalningarnir tveir í Sævangi sem hafa hlotið nöfnin Bogi og Örvar eru sífellt þyrstir og jarma ógurlega þegar þá er farið að lengja eftir pelanum. Þeim er jafnan gefið upp úr kl. 10 á morgnana og síðan dálítið um kl .14:00 og…

Fjör í Reykjanesi um helgina

Um verslunarmanna-helgina verður skipulagt heilmikið fjör í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Að sjálfsögðu er sundlaugin líka opin fyrir gesti og sértilboð er á gistingu í uppbúnum rúmum um helgina. Búið er að setja saman heilmikla dagskrá fyrir helgina og fylgir hún hér á…

Vefurinn að koma til

Vefurinn strandir.is er allur að koma til eftir skakkaföll síðustu daga. Nú eru netföngin komin í lag og ljóst virðist að hægt verður að endurheimta þau gögn sem vantar nú á vefinn sem eru allar uppfærslur á efni og spjalltorgi frá…

Kotbýli kuklarans seiðir að

Kotbýli kuklarans fer vel af stað en fjöldi gesta hefur heimsótt sýninguna á Klúku frá opnunarkvöldinu síðasta laugardagskvöld. Í dag var fjórði dagur sýningarinnar og 52 gestir komu í heimsókn. Afsláttarkerfi var tekið í gagnið í gær svo nú fá gestir Galdrasýningar…

Bæklingar um landsmótið

Nú er unglingalandsmót á Vík í Mýrdal um komandi verslunar-mannahelgi og margir Strandamenn farnir að huga að ferð þangað. Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík vill benda þeim sem ætla á Unglingalandsmótið á að hægt er að fá upplýsingabæklinga um mótið sjálft og líka gott kort…