Sjómannadagur á Drangsnesi

Dagskrá sjómannadagsins á Drangsnesi var með hefðbundnu sniði þetta árið. Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur var með helgistund við minnisvarða sjómanna á Drangsnesi og var góð mæting að venju. Þetta mun hafa verið 14 helgistund hennar við minnisvarðann. Síðan var farið á…

Sundmót HSS 2005

Sundmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldið laugardaginn 11. júní í Gvendarlaug hins góða á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Keppni hefst kl. 13:30 stundvíslega. Tilvonandi keppendur eiga að skrásetja sig hjá forráðamanni síns ungmennafélags og formenn þeirra koma þeim upplýsingum síðan áfram til Þorvaldar Hermannssonar…

Loksins rigning

Það hefur sjálfsagt lyftst brúnin á mörgum þegar fyrstu regndroparnir í langan tíma féllu til jarðar á Ströndum í morgun. Undanfarnar vikur hafa verið miklir þurrkar og gróður því ekki almennilega tekið við sér en nú ætti sprettan að taka við sér…

Nýr vefur fyrir Reykjanes

Ferðaþjónustan í Reykjanesi við Djúp hefur opnað nýjan vef á vefsíðunni www.rnes.is. Þar er hægt að fræðast um Reykjanes og umhverfi, þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á og hvað er nýtt á döfinni. Síðustu árin hafa verulegar endurbætur verið gerðar…

Upplýsingamiðstöðin komin á fullt

Upplýsinga-miðstöðin og tjaldsvæðið á Hólmavík hefur tekið til starfa af fullum krafti og byrjar sumarið ljómandi vel. Verið er að vinna að umbótum á tjaldsvæðinu, ganga frá losun fyrir húsbíla, leggja raftengla fyrir húsbíla og fleiri hefðbundin vorverk. Aðstaðan er…

Stjörnubílar með rútuferðir

Eins og síðustu ár varð breyting á rútuferðum um á Ströndum nú um mánaðarmótin maí og júní. Guðmundur Jónasson sem ekur á föstudögum yfir veturinn á leiðinni Reykjavík-Hólmavík er ekki á ferðinni yfir sumarið, en Stjörnubílar á Ísafirði taka þá…

Dorgveiðikeppni á sjómannadaginn

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir dorgveiðikeppni fyrir alla fjölskylduna á sjómannadaginn á höfninni á Hólmavík í dag, en keppnin hefst kl. 13:00. Öllum  er velkomið að taka þátt og spreyta sig í veiðigæfunni. Allir sem taka þátt í leiknum fá sérstaka viðurkenningu…

Kaffihlaðborð og fjölskyldubolti

Fyrsta kaffihlaðborð sumarsins og jafnframt sjómannadagskaffi verður haldið í Sauðfjársetrinu í Sævangi á morgun sunnudag og stendur frá 14-18. Einnig stefna Sauðfjársetursmenn að því að spila fjölskyldufótbolta kl. 16 og verður líklega spilað á eitt mark, til að ekki fari illa hjá æðarkollunni frú Kollfríði…

Umboðsmaður Fræðslumiðstöðvar

Nú nýverið skrifuðu Kristín S. Einarsdóttir kennari á Hólmavík og Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða undir samning um að hún yrði umboðsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík. Hefur þetta verið í þróun í sl. vetur og skilað sér m.a. í auknu námskeiðshaldi á…

Leikfélagið fundar

Leikfélag Hólmavíkur heldur almennan félagafund á sunnudagskvöldið klukkan 20:00 í félagsheimilinu á Hólmavík. Efni fundarins verður Hamingjudagar á Hólmavík og þátttaka félagsins í þeim hátíðahöldum. Jafnframt verður væntanlega skrafað og skeggrætt um ýmis önnur skemmtileg mál sem liggja þungt á fundarmönnum.