Fullt hús á Friðarbarninu

Söngleikurinn Friðarbarnið var sýndur í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi í gærkvöld og var honum sérstaklega vel tekið. Drangsnesingar mættu vel og skemmtu sér hið besta, enda sýningin ljómandi góð. Aðstandendur Friðarbarnsins og leikhópurinn vill koma á framfæri þökkum til áhorfenda hér fyrir norðan…

Hamingjubolir í sölu

Nú eru komnir í sölu hamingjubolir og merki í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin verður dagana 30. júní – 3. júlí næstkomandi. Bolirnir eru hvítir með merki hátíðarinnar í ýmsum litum. Kostar bolur fyrir fullorðna kr. 1.000.-…

Friðarbarnið – lokasýning

Lokasýning á söngleiknum Friðarbarnið verður í kvöld kl. 20:00 í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Þetta er allra síðasta tækifæri sem gefst til að sjá þennan skemmtilega söngleik sem unglingar úr Grunnskólunum á Drangsnesi, Finnbogastöðum og Hólmavík setja upp. Leikhópurinn sýndi á Kirkjudögum í Reykjavík um…

Heitur pottur í Krossneslaug

Um síðustu helgi var unnið við að setja upp heitan pott við sundlaugina á Krossnesi. Laugin er mikið notuð af heimafólki og ferðafólki yfir sumarið og þykir sérstök því hún er alveg niður í fjöru rétt við flæðarmálið. Það er ekki amalegt…

Æðarungarnir komnir á flot

Fyrstu æðarungarnir sáust á floti hér við Steingrímsfjörð síðasta daginn í maí og síðan hefur þeim farið fjölgandi hægt og sígandi. Enn eru þó nokkrar kollur sem liggja sem fastast á eggjum sínum og hafa verpt seint. Tíðindamaður strandir.is fór…

Viðrar misjafnt til málningar

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að spáin fyrir næsta sólarhring er eftirfarandi: Suðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum. Vestan 5-13 og úrkomulítið á morgun, en hægari síðdegis. Hiti 10 til 15 stig. Allir vegir á Ströndum eru greiðfærir. Ef…

Jaxlinn á Norðurfirði

Á miðvikudagskvöld kom flutningaskipið Jaxlinn á Norðurfjörð með kalksand fyrir nokkra bændur, sem hyggjast bera hann á tún sín. Einnig komu nokkrir sekkir af áburði í staðinn fyrir gallaðan áburð sem kom í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta vestfirska strandflutningaskip…

Vefsíða Café Riis opnuð

Búið er að opna nýja og glæsilega vefsíðu fyrir veitingastaðinn Café Riis á Hólmavík. Vefurinn er á slóðinni www.caferiis.is og er þar meðal annars að finna margvíslegar upplýsingar um staðinn, myndir og matseðil. Í tilefni af opnun vefjarins vilja nýir…

Ástargaldrar komnir út

Út er komin bókin Ástargaldrar sem er samstarfsverkefni Strandagaldurs, úgáfufyrirtækisins edda uk í Englandi og Eddu-útgáfu en Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson tóku hana saman. Bókin er einnig komin út á ensku undir heitinu Love Charms í þýðingu Önnu Benassi. Í…

Jónsmessuganga um Arnkötludal

Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir Jónsmessugöngu um Arnkötludal í kvöld, föstudaginn 24. júní. Mæting er við Húsavík kl. 20:00 og verður ekið þaðan upp á Tunguheiði og gengið ofan í dalinn og niður að Tröllatungu. Margt er að sjá og…