Glímumenn og hagyrðingar

Allt er nú að verða tilbúið fyrir dagskráratriði dagsins á Hamingjudögum á Hólmavík sem verður þjófstartað nú á eftir. Glímukappar láta ljós sitt skína og slá upp glímumóti fyrir gesti og gangandi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík kl. 17:00 í dag…

Myndlistarsýning á Hótel Djúpavík

Laugardaginn 2. júlí opnar Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður sýningu á nýjum lágmyndum sem unnar eru í ull, járn, tré og vax . Þessi verk eru gerð í framhaldi af ferð hennar á Standir sumarið 2004 og eru ýmsir hlutir er…

Bikarkeppni HSS á laugardag

Í fréttatilkynningu frá Héraðssambandi Strandamanna kemur fram að Bikarkeppni HSS í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 2. júlí. Leikið verður á Skeljavíkurgrundum utan við Hólmavík. Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega. Í tilkynningunni segir: „Skráning verður að fara fram hjá forráðamanni hvers félags…

Stórmeistarar í Árneshreppi

Komandi helgi, dagana 1.-2. júlí, verður haldið skákmót í Árneshreppi. Hrókurinn skipuleggur ferð þangað og verður boðið upp á gistingu og mat. Meðal þátttakenda verða alþjóðlegir meistarar og stórmeistarar í skák, en mótið er opið öllum og má senda skráningar…

Frábært veðurútlit fyrir Hamingjudaga

Veðurstofan gefur góð fyrirheit um veðurútlit helgarinnar á Hólmavík og Ströndum. Ritari menningarmála-nefndar Hólmavíkurhrepps tók stöðuna upp úr hádegi í dag og þá var spáin eftirfarandi: Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:Hægviðri og skýjað, en suðaustan 3-8 m/s og dálítil…

Hamingjudagar – dagskrá

Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir í fyrsta skipti nú um næstu helgi. Lögð er áhersla á fjölskylduvæna dagskrá og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Tónlist og heilsuefling spila þar stórt hlutverk og meðal listamanna má nefna KK og Ellen, Heiðu og…

Hagyrðingar á Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir Hagyrðingakvöldi sem verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 30. júní 2005 og hefst kl. 20:00. Eftirtaldir hagyrðingar taka þátt í kvöldinu: Stefán Gíslason frá Gröf í Bitru, Georg Jón Jónsson á Kjörseyri, Björn Guðjónsson í Bakkagerði,…

Lundaveiði í Grímsey

Í mynni Steingrímsfjarðar stendur hin tignarlega eyja Grímsey. Í eyjunni er gríðarlega stór lundabyggð, sumir segja sú stærsta á Íslandi og jafnvel í Evrópu. Landeigendur að stærstum hluta Grímseyjar hafa ákveðið að gefa fólki kost á að veiða lundann á landi sínu…

Fundur um fornleifavernd

Vefnum strandir.is hefur borist fréttatilkynning um fund um fornleifavörslu hér á landi sem haldin verður á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 29. júní og hefst kl. 15:30. Tilkynningin er svohljóðandi: "Menntamálaráðuneytið hefur falið Fornleifavernd ríkisins umsjón með stefnumótun á sviði…

Glímukappar á Hólmavík

Í tengslum við Hamingjudagana og Hagyrðingakvöldið á Hólmavík ætla glímukappar að mæta á Hólmavík á fimmtudaginn 30. júní og kynna glímu. Þarna eru á ferðinni Rögnvaldur Ólafsson, Hjálmur Sigurðsson fv. glímukóngur Íslands og fleiri kappar og stendur Héraðssamband Strandamanna fyrir…