Brandur á Bassastöðum í Út og suður

Guðbrandur Sverrisson, eða Brandur Bassi eins og hann er gjarnan kallaður á Ströndum, verður viðmælandi Gísla Einarssonar í fyrsta Út og suður þætti sumarsins. Eins og nærri má geta berst talið að veiðum, en Brandur er þekktur fyrir að skjóta…

KS fundar með sauðfjárbændum

Undanfarin ár hafa margir sauðfjárbændur á Ströndum og Vestfjörðum skipt við Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Sú hefð hefur skapast að haldnir séu samráðsfundir með sauðfjárbændum á svæðinu a.m.k. einu sinni á ári og nú áforma þeir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS og…

Tjaldurinn búinn að verpa

Tjaldur sem á ári hverju gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang og verpir þar í endaðan apríl er búinn að verpa fyrsta egginu og annað er líklega á leiðinni í þessum töluðum orðum. Í fyrra verpti þessi háværi vaðfugl 25….

Mælingar á Drangajökli

Dagana 19. og 20. apríl var farin mælingarferð á vegum Orkustofnunar á Drangajökul og fóru Orkustofnunarmenn um jökullinn með starfsmönnum Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. Vefurinn strandir.is hefur nú fengið í hendur greinargerð frá Sölva R. Sólbergssyni hjá Orkubú Vestfjarða um verkefnið. Oddur…

Hagnaður hjá Kaupfélaginu!

Á aðalfundi Kaupfélags Steingrímsfjarðar sem haldinn var laugardaginn 23. apríl, kom fram að annað árið í röð er umtalsverður hagnaður af starfssemi félagsins. Á árinu 2004 er félagið gert upp með 88,5 milljón króna hagnaði, en hagnaður árið 2003 var…

Hákarlaveiðar á Drangsnesi

Nú í kvöld kom fjölmenni að bryggju á Drangsnesi til að taka á móti Bjarna Elíassyni á Hafrúnu ST-44 með góðan afla. Þrjá væna hákarla er fengust djúpt út af Kaldbaksvík. Bjarni hefur stundað þessar veiðar undanfarin vor með góðum…

Útsæðinu potað niður

Vorboðarnir láta á sér kræla einn af öðrum, en sumir fljúga um háloftin meðan aðrir róta í moldarbeðum. Þessir ljúfu vorboðar urðu á vegi Sigurðar M. Þorvaldssonar heimildarmanns strandir.is  í blíðviðrinu í dag þar sem þeir rótuðu í moldarbeði og…

Ferðamálasamtök funda á Ströndum

Fyrirhugaður er aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða nú í vor og verður hann að þessu sinni haldinn á Ströndum helgina 6.-8. maí. Arnar S. Jónsson er núverandi formaður félagsins og lætur af því embætti nú í vor. Strandamenn eiga ekki aðra fulltrúa í…

Óvenjuleg steypa í Kotbýli kuklarans

Framkvæmdir standa yfir á fullu í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. Í gær var gólfið steypt í húsið en steypan er vægast sagt afar óvenjuleg. Til þessa hafa húsbyggjendur reynt að forðast fyrir alla muni…

Briddsmót haldið í Árnesi

Briddsmót var haldið í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík sunnudaginn 24. apríl. Ellefu félagar úr Briddsfélagi  Hólmavíkur kom hingað norður í blíðskapaveðri. Nú átti að kenna búunum bridds eins og það er spilað á Hólmavík og víðar. Einhverjir kviðu fyrir þessari heimsókn meðan sumir vildu ekkert…